Tekinn af lífi fyrir samsæri um innflutning á kílói af kannabis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 07:46 Tangaraju var hengdur í morgun í Changi-fangelsinu. epa/How Hwee Young Tangaraju Suppiah, 46 ára, hefur verið tekinn af lífi í Singapúr fyrir samsæri um smygl á kílói af kannabis. Tangaraju var hengdur í morgun, þrátt fyrir mótmæli Sameinuðu þjóðanna og aðgerðasinna. Tangaraju var dæmdur til dauða árið 2018 eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eigandi símanúmers sem hafði verið notað til að skipuleggja innflutning á kannabisinu. Gagnrýnendur sögðu málið hins vegar byggja á veikum grunni og að Tangaraju hefði ekki fengið viðunandi lögfræðiaðstoð. Tangaraju varði sjálfan sig á seinni stigum málsins en aðgerðasinnar segja það sífellt algengara vegna erfiðleika með að útvega verjendur. Fjölskylda Tangaraju birti myndskeið í gær þar sem hún biðlar til almennings um að þrýsta á forseta landsins að koma í veg fyrir aftökuna. „Frændi minn er góður maður, hann var ómenntaður og átti ekki peninga en lagði hart af sér til að annast okkur,“ sagði frænka hans. Fulltrúi Human Rights Watch segir aftökur vegna fíknefnadóma til skammar fyrir Singapúr og til marks um að ímynd landsins sem nútímaríkis sé tálmynd. Stjórnvöld segja fælingarmátt dauðarefsingarinnar hins vegar mikinn og þá njóti hún stuðnings meðal íbúa landsins. Ellefu voru teknir af lífi vegna fíkniefnatengdra dóma í fyrra. Singapúr Fíkniefnabrot Dauðarefsingar Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Sjá meira
Tangaraju var dæmdur til dauða árið 2018 eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eigandi símanúmers sem hafði verið notað til að skipuleggja innflutning á kannabisinu. Gagnrýnendur sögðu málið hins vegar byggja á veikum grunni og að Tangaraju hefði ekki fengið viðunandi lögfræðiaðstoð. Tangaraju varði sjálfan sig á seinni stigum málsins en aðgerðasinnar segja það sífellt algengara vegna erfiðleika með að útvega verjendur. Fjölskylda Tangaraju birti myndskeið í gær þar sem hún biðlar til almennings um að þrýsta á forseta landsins að koma í veg fyrir aftökuna. „Frændi minn er góður maður, hann var ómenntaður og átti ekki peninga en lagði hart af sér til að annast okkur,“ sagði frænka hans. Fulltrúi Human Rights Watch segir aftökur vegna fíknefnadóma til skammar fyrir Singapúr og til marks um að ímynd landsins sem nútímaríkis sé tálmynd. Stjórnvöld segja fælingarmátt dauðarefsingarinnar hins vegar mikinn og þá njóti hún stuðnings meðal íbúa landsins. Ellefu voru teknir af lífi vegna fíkniefnatengdra dóma í fyrra.
Singapúr Fíkniefnabrot Dauðarefsingar Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Sjá meira