Carrie Bradshaw snýr aftur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. apríl 2023 16:52 Sarah Jessica Parker snýr aftur í hlutverki Carrie Bradshaw í annarri þáttaröð af And Just Like That sem fer í sýningu í júní. Getty/James Devaney Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Fyrsta þáttaröð af And Just Like That fór í loftið fyrir tveimur árum síðan á streymisveitunni HBO Max. Um er að ræða framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex And The City sem sýndir voru í ellefu ár. Nítján ár eru frá því að þættirnir hættu í sýningu en í kjölfarið voru gerðar tvær bíómyndir sem einnig nutu mikilla vinsælda. And Just Like That segir frá lífi vinkvennanna í New York sem nú eru komnar á sextugsaldur. Fyrsta þáttaröðin naut mikilla vinsælda en hlaut þó nokkra gagnrýni fyrir það að vera ekki eins og Sex and the City þættirnir voru. Þeir sem koma að þáttunum bentu á að tímarnir væru búnir að breytast og persónurnar búnar að þroskast eins og gerist í raunveruleikanum. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) Samantha hvergi sjáanleg Þá söknuðu áhorfendur hinnar djörfu og líflegu persónu Samönthu Jones. Leikkonan Kim Cattrall neitaði að snúa aftur í þættina sökum ósættis á milli hennar í leikkonunnar Söruh Jessicu Parker sem leikur Carrie. Á síðasta ári gaf Michael Patrick King, leikstjóri þáttanna, það út að Samantha myndi hins vegar snúa aftur í þáttaröð tvö. Hann sagðist þó ekki vilja uppljóstra of miklu fyrr en hlutirnir væru komnir alveg á hreint. Það eru því ákveðin vonbrigði að sjá að Samantha er hvergi sjáanleg í sýnishorninu. Líklega bregður henni þó fyrir í söguþræðinum án aðkomu Cattrall. Leikkonan Kim Cattrall var ekki hluti af fyrri þáttaröð And Just Like That vegna ósættis á milli hennar og leikkonunna Söruh Jessicu Parker. Persónu hennar brá þó fyrir í söguþræðinum í gegnum SMS skilaboð.Getty/Stephen Lovekin Aidan snýr aftur Í nýju þáttaröðinni eru vinkonurnar komnar á gjörólíkan stað í lífinu heldur en þær voru á í þáttunum Sex and the City. Carrie er ekkja, Miranda er lesbía og Charlotte glímir við nýjar áskoranir sem fylgja því að eiga börn á kynþroskaaldri. Af sýnishorninu að dæma verður nýja þáttaröðin þó stútfull af tísku, kynlífi og kokteilum. Þá mætir gamalt eftirlæti áhorfenda, Aidan Shaw, fyrrverandi kærasti Carrie, aftur til leiks. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) „Og rétt sí svona áttaði ég mig á því að sumir hlutir eru betur geymdir í fortíðinni - en kannski ekki alveg allir,“ heyrist Carrie segja þegar sá fyrrverandi birtist fyrir utan tröppurnar goðsagnakenndu fyrir utan heimili hennar. Sýnishornið má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Samantha Jones snýr aftur Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 8. júní 2022 13:30 Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31 Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00 Þriðja Sex and the city myndin verður ekki að veruleika Sarah Jessica Parker staðfesti í dag að ekkert verði af fyrirhugaðri þriðju Sex and the city bíómyndinni 29. september 2017 23:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsta þáttaröð af And Just Like That fór í loftið fyrir tveimur árum síðan á streymisveitunni HBO Max. Um er að ræða framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex And The City sem sýndir voru í ellefu ár. Nítján ár eru frá því að þættirnir hættu í sýningu en í kjölfarið voru gerðar tvær bíómyndir sem einnig nutu mikilla vinsælda. And Just Like That segir frá lífi vinkvennanna í New York sem nú eru komnar á sextugsaldur. Fyrsta þáttaröðin naut mikilla vinsælda en hlaut þó nokkra gagnrýni fyrir það að vera ekki eins og Sex and the City þættirnir voru. Þeir sem koma að þáttunum bentu á að tímarnir væru búnir að breytast og persónurnar búnar að þroskast eins og gerist í raunveruleikanum. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) Samantha hvergi sjáanleg Þá söknuðu áhorfendur hinnar djörfu og líflegu persónu Samönthu Jones. Leikkonan Kim Cattrall neitaði að snúa aftur í þættina sökum ósættis á milli hennar í leikkonunnar Söruh Jessicu Parker sem leikur Carrie. Á síðasta ári gaf Michael Patrick King, leikstjóri þáttanna, það út að Samantha myndi hins vegar snúa aftur í þáttaröð tvö. Hann sagðist þó ekki vilja uppljóstra of miklu fyrr en hlutirnir væru komnir alveg á hreint. Það eru því ákveðin vonbrigði að sjá að Samantha er hvergi sjáanleg í sýnishorninu. Líklega bregður henni þó fyrir í söguþræðinum án aðkomu Cattrall. Leikkonan Kim Cattrall var ekki hluti af fyrri þáttaröð And Just Like That vegna ósættis á milli hennar og leikkonunna Söruh Jessicu Parker. Persónu hennar brá þó fyrir í söguþræðinum í gegnum SMS skilaboð.Getty/Stephen Lovekin Aidan snýr aftur Í nýju þáttaröðinni eru vinkonurnar komnar á gjörólíkan stað í lífinu heldur en þær voru á í þáttunum Sex and the City. Carrie er ekkja, Miranda er lesbía og Charlotte glímir við nýjar áskoranir sem fylgja því að eiga börn á kynþroskaaldri. Af sýnishorninu að dæma verður nýja þáttaröðin þó stútfull af tísku, kynlífi og kokteilum. Þá mætir gamalt eftirlæti áhorfenda, Aidan Shaw, fyrrverandi kærasti Carrie, aftur til leiks. View this post on Instagram A post shared by And Just Like That... (@justlikethatmax) „Og rétt sí svona áttaði ég mig á því að sumir hlutir eru betur geymdir í fortíðinni - en kannski ekki alveg allir,“ heyrist Carrie segja þegar sá fyrrverandi birtist fyrir utan tröppurnar goðsagnakenndu fyrir utan heimili hennar. Sýnishornið má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Samantha Jones snýr aftur Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 8. júní 2022 13:30 Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31 Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00 Þriðja Sex and the city myndin verður ekki að veruleika Sarah Jessica Parker staðfesti í dag að ekkert verði af fyrirhugaðri þriðju Sex and the city bíómyndinni 29. september 2017 23:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Samantha Jones snýr aftur Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 8. júní 2022 13:30
Nýtt sýnishorn úr And Just Like That Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út. 1. desember 2021 10:31
Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. 20. júlí 2021 12:00
Þriðja Sex and the city myndin verður ekki að veruleika Sarah Jessica Parker staðfesti í dag að ekkert verði af fyrirhugaðri þriðju Sex and the city bíómyndinni 29. september 2017 23:45