Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 18:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira