Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 11:59 Ásgeir átti varla til orð þegar hann heyrði að Íslendingar væru orðnir fleiri en 390 þúsund talsins. Vísir/skjáskot Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló. Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló.
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46