Að vera foreldri Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 29. apríl 2023 13:31 Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði foreldri og barn. Það er mikilvægt að skoða tilfinningalíðan og viðbrögð foreldra uppeldishlutverkinu því samspil er á milli vaxtar foreldris sem uppalanda og aukinn skilnings á þörfum barns. Miklar breytingar hafa orðið á uppeldishlutverkinu í kjölfarið af snjallvæðingunni og þeim hraða sem einkennir samfélagið í dag. Hraðinn og þær freistingar sem fylgja honum koma úr öllum áttum og fanga athygli barna, unglinga og fullorðinna. Það getur haft þau áhrif að fólk fjarlægist sjálfan sig og fer að taka þátt í flæði samfélagsins, sem setur einstakling í áhættu að aftengjast eigin kjarnasjálfi og detta inn í vanaferli. Þeirri hættu getur fylgt að einstaklingurinn verður aukapersóna í lífi annarra og í samfélaginu frekar en að vera aðalpersóna í eigin lífi. Það getur því verið krefjandi að finna jafnvægi þegar fólk hættir að bera eingöngu ábyrgð á sjálfum sér og athyglin beinist að ósjálfstæðum einstaklingi sem foreldri ber alfarið ábyrgð á. Foreldrar standa því frammi fyrir nýjum áskorunum sem hafa víðtæk áhrif á líf þess. Það er því ljóst að þó foreldri telji sig vel undirbúið fyrir foreldrahlutverkið þá breytist vitund þeirra þegar þeir bera alfarið ábyrgð á nýju lífi. Foreldrar finna sig í aðstæðum sem getur reynt á allar taugar í líkamanum, mikil streita, svefnleysi og foreldrar átta sig oft á tímum ekki alveg strax á því hversu mikið athyglin fer frá öllu því sem þau eru vön til að sinna ósjálfbjarga einstaklingi. Foreldrahlutverkið reynir á þolmörk sem aldrei fyrr, reiði, pirringur, særindi og allar þær tilfinningasveiflur sem fylgja. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði eigin innri ferli eða tilfinningar, því þar liggja grunnviðhorf og viðbrögð foreldris. Meðvitundin felur því í sér að vera meðvituð um hvernig viðbrögð foreldris hefur áhrif á barnið og hvort þau viðbrögð eru út frá þörfum barnsins eða vanaferlum foreldris. Þegar foreldrar eru meðvitaðir um sjálfan sig þá eru þeir hæfari til að finna jafnvægi í að skapa nægilega mikið svigrúm og öryggi fyrir barnið að þroskast og finna eigin takt í lífinu. Af hverju er mikilvægt að skilja viðhorf sem uppalandi?Samskipti foreldris og barns byggja að miklu leyti á viðbragði foreldris við barninu og félagslegum þáttum. Hvernig foreldri bregst við barninu sínu í samskiptum er flókið úrvinnsluferli og felst í hæfni foreldris til að túlka aðstæður sem byggðar eru á fyrri reynslu og flóknum félagslegum þáttum. Þar sem samskipti við barnið geta triggerað foreldrið tilfinningalega, t.d. spurningar barnsins óþægilegar, foreldri finnur fyrir ótta út frá sinni reynslu eða hættum sem gætu skapast. Foreldri er því vís til að bregðast við út frá tilfinningum sem bundnar eru við fyrri reynslu en ekki út frá því sem er að eiga sér stað í samskiptum við barnið sitt. Ástæðan fyrir þessu er að foreldri túlkar aðstæður út frá fyrri atburðum, viðhorfum, skoðunum og væntingum sem geta gefið þeim afbakaðar hugmyndir af því sem raunverulega er að gerast. Sem dæmi:Þegar sonur minn var 6 ára fluttum við í sama hverfi og ég bjó í sem barn. Þegar hann bað um að fá að fara einn út að leika þá fann ég að allar frumur í mínum líkama sögðu nei. Mín hugsun:Þetta er svo fjölmennt hverfi og það eru hellingur af hættulegum mönnum hér, ég get ekki lofað honum að fara einum út. Raunverulegar aðstæður:Þegar ég var á hans aldri bjó ég í þessu hverfi og það var maður sem við vinkonurnar vorum hræddar við. Það sást nokkru sinnum til hans út í glugga með kíkir að fylgjast með okkur að leika. Hvernig myndi ég bregðast við ef “mín hugsun” fengi að stjórna viðbragði mínu? Viðhorf og viðbragð 1.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá hlusta ég á það.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá geri ég það ekki þó að ég sé að koma í veg fyrir að hann fari út að leika með sínum vinum. Hvernig myndi ég svara barninu mínu ef ég gerði mér grein fyrir “mín hugsun” væri óttaviðbragð hjá mér og hefði ekki með það að gera að barnið mitt vildi fara eitt út að leika? Viðhorf og viðbragð 2.Allar frumur í líkamanum segja nei, þá þarf ég að skoða það frekar.Viðhorfið gæti þá verið af því þetta er óþægilegt fyrir mig þá þarf ég að skoða hvað liggur raunverulega að baki þessa tilfinningu svo ég láti ekki mína reynslu eyðileggja fyrir honum ef hún á ekki við. Þegar ég gaf mér rými og hugsaði þetta rökrétt áttaði ég mig á því að sonur minn er 6 ára og full fær um að fara einn út að leika. Óttinn minn tengdist því ekki að lofa honum að fara einum út að leika eða helling af hættulegum mönnum heldur þennan eina mann sem ég hafði verið hrædd við þegar ég var barn. Þarna voru liðin yfir tuttugu ár og maðurinn eflaust löngu farinn annað allavegana bjó hann ekki lengur í blokkinni, ég athugaði. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun