Stöð 2 Sport
Bestu mörkin taka daginn snemma og hefja upphitun fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu klukkan 13:45.
Þá mæta Íslandsmeistarar Vals til Þorlákshafnar þar sem heimamenn í Þór taka á móti þeim í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Þórsarar leiða einvígið 2-1 og geta því komið sér í úrslit með sigri, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Leikurinn sjálfur hefst svo hálftíma síðar, en að leik loknum verða sérfræðingar Körfuboltakvölds á sínum stað og gera leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn á heima á Stöð 2 Sport 2 og við hefjum leik á viðureign Inter og Lazio strax klukkan 10:20 áður en Napoli tekur á móti Salernitana klukkan 12:50, en heimamenn geta tryggt sér ítalska meistaratitilinn með sigri. Klukkan 15:50 er svo komið að viðureign Fiorentina og Sampdoria.4
Þá er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fullu fjöri, en Sacramento Kings og Golden State Warriors eigast við klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 3
Það verður bland í poka á Stöð 2 Sport 3 þar sem ítalski fótboltinn og spænski körfuboltinn skipta athyglinni á milli sín. Real Madrid tekur á móti Tryggva Snæ Hlinasyni og félögum hans í Zaragoza í spænsku ACB-deildinni klukkan 10:20 áður en Unicaja tekur á móti Joventut Badalona klukkan 16:20.
Þá eigast Sassuolo og Empoli við í ítalska boltanum klukkan 12:50 og Bologna tekur á móti Juventus klukkan 18:35.
Stöð 2 Sport 4
Lokadagur JM Eagle LA Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 22:30.
Stöð 2 eSport
Strákarnir í Sandkassanum verða á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.