Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 10:55 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52