Markviss eyðilegging menntakerfisins? Gauti Kristmannsson skrifar 2. maí 2023 12:00 Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Gauti Kristmannsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun