Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 09:54 Einhverjir stórnotendur á Íslandi hafa haldið því fram að þeir noti græna orku aðeins á þeim grundvelli að þeir hafi starfsemi hér á landi þar sem nær öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Kaupa þarf upprunaábyrgðir til þess að setja fram slíkar fullyrðingar. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi.
Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh).
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent