Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2023 07:00 Björk Brynjarsdóttir og Julia Brenner eru stofnendur Melta sem nú vinnur að nýju söfnunar- og flokkunarkerfi fyrir lífrænt sorp sem einfaldar flokkunina fyrir íbúa, lágmarkar lykt, minnkar þrif á fötum, fækkar ferðum út með ruslið og fleira. Úrgangurinn endar síðan í brugghúsi sem býr til áburð fyrir landbúnaðinn. Vísir/Vilhelm Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. Stofnendur Melta eru þær Björk Brynjarsdóttir samfélags- og þjónustuhönnuður og Julia Brenner jarðvegsfræðingur . Og það sem Melta boðar með sínu kerfi er eftirfarandi: Einfaldara að flokka rétt Lágmarka lykt Minnka þrif á flokkunarfötum Fækka ferðum út með ruslið Bæta upplifun og þátttöku íbúa Brugga lífrænan áburð úr hráefninu þannig að sorpið okkar verði fyrir alvöru að staðbundinni hringrás sem við sem samfélag getum litið á sem auðlind. Í ofanálag munu háar fjárhæðir sparast fyrir sveitarfélög því með flokkunarkerfi Melta er nóg að sækja lífræna sorpið okkar á sex vikna fresti en ekki tveggja vikna fresti eins og nú er víðast hvar þar sem sorp er flokkað. Í tilefni af nýsk ö punarhraðlinum Hringiða fjallar Atvinnulífið um sprota í g ær og í dag. Að brugga úr sorpi Það sem Melta er í raun að gera er að þróa míkró-brugghús til að brugga áburð úr lífrænum heimilisúrgangi. Björk segir að í raun hefjist áburðarframleiðslan löngu áður en lífræna hráefnið ratar í brugghús Meltu því upphafið hefst þegar fólk er að flokka lífræna sorpið sitt. „Í fyrstu prófunum okkar notuðum við lífrænt hráefni sem var flokkað eftir hefðbundinni flokkun og sáum fljótt að of mikið af ólífrænu efni var að rata í lífræna strauminn. Okkar kenning var að það væri of auðvelt að gera mistök í flokkuninni, svo við ákváðum að endurhanna ferlið svo það væri auðveldara að flokka rétt en að gera mistök,“ segir Björk og bætir við: Árið 2020 fengum við að vinna úr 3 tonnum af lífrænu sorpi hjá Rangárvallasýslu. Í heila viku fórum við í gegnum þetta sorp og það sem kom í ljós var að það var allt að hálft tonn af hráefni í sorpinu sem ekki telst lífrænt eða brotnar illa niður.“ Í kjölfarið var ákveðið að fyrsta stigið í framleiðslu Melta þyrfti að vera að einfalda íbúum flokkunina á sorpinu. Sem Melta gerði með því að útbúa grænar lofttæmdar litlar tunnur með einföldum skýringum á hvað megi henda þar ofan í en þegar lífrænum úrgangi hefur verið hent í tunnuna er spreyjað yfir úrganginn með góðgerlum. „Okkar aðferð miðar við að fólk byrjar á því að safna þessu lífræna í skál daglega. Þegar hún er orðin full er hún tæmd í grænu loftæmdu tunnuna okkar, spreyjað yfir og lokað. Enginn poki en með því að loka úrganginn í loftæmdri fötu náum við að halda í gæði úrgangsins fyrir bruggferlið sem síðan hefst og góðgerlarnir tryggja að lyktin er ekki þessi rotnunarlykt sem getur komið af lífrænum úrgangi,“ segir Björk. Til að átta sig á ferlinu aðeins formlegra má vísa í eftirfarandi leiðbeiningar Melta: Flokkunarkerfi Meltu má lýsa með 4 orðum: Opna - Fylla - Úða - Loka.Heimilin fá 2-3 Auðlindafötur (10 L flokkunarfötur sem eru vel loftþéttar þegar þeim er lokað) og úðabrúsa með góðgerlablöndu. Þegar íbúar flokka í föturnar úða þau góðgerlablöndunni yfir lífræna hráefnið. Í auðlindafötunni byrja góðgerlarnir að gerja/brugga hráefnið sem viðheldur bæði gæðum þess og kæfir alla ólykt. „Íbúar sem hafa prófað nýja flokkunarkerfið okkar lýsa því sem einföldu, þægilegu og að það lykti mjög lítið. Þá sleppir fólk líka við lekandi maíspoka, endalaus þrif og ferðum út með ruslið fækkar,“ segir Björk. Föturnar sem heimilin fá eru mjög þægilegar og Björk segir eitt það skemmtilegasta og mest gefandi við þróunina á áburðarframleiðslunni einmitt vera þetta samstarf sem Melta hefur verið í með íbúum í Rangárvallarsýslu. „Það tala allir um hvað þetta er einfalt og notendavænt kerfi, miklu betri flokkun, minna vesen, minni þrif og minni lykt. Fólk telur upp kostina og síðan kemur kannski í lokin ,,Jú og auðvitað er þetta umhverfisvænt…“,“ segir Björk til að undirstrika hversu mikilvægt það er að ná allri flokkun þannig að íbúum finnist hún notendavæn. Því notendavæn flokkun skilar af sér betra hráefni og auðveldara er að fara með ferlið á næsta stig sem er þá áburðarframleiðslan sjálf. „Til samanburðar má nefna að þegar að við gerðum aftur prófun á 3 tonnum af lífúrgangi í Rangárvallasýslu þar sem föturnar okkar höfðu verið notaðar, þá voru það ekki nema 2 kíló af ólífrænu hráefni sem ekki var hægt að nota.“ Melta tekur þátt í Hönnunarmars og fólk getur því séð hvernig ferlið gengur fyrir sig á Slökkvistöðinni Gufunesi í Reykjavík. Flokkunarkerfi Meltu má lýsa með 4 orðum: Opna - Fylla - Úða - Loka.Heimilin fá 2-3 Auðlindafötur (10 L flokkunarfötur sem eru vel loftþéttar þegar þeim er lokað) og úðabrúsa með góðgerlablöndu. Þegar íbúar flokka í föturnar úða þau góðgerlablöndunni yfir lífræna hráefnið. Í auðlindafötunni byrja góðgerlarnir að gerja/brugga hráefnið sem viðheldur bæði gæðum þess og kæfir alla ólykt.Vísir/Karim Iliya Margir að styrkja verkefnið Melta er eitt þeirra sjö fyrirtækja sem hafa verið að taka þátt í nýsköpunarhraðlinum Hringiða og mun því kynna verkefnið fyrir fjárfestum næstkomandi föstudag á viðburði á vegum KLAK. „Við stefnum á að sækja um stóran Evrópustyrk en ég geri ráð fyrir að eflaust þurfum við að sýna fram á samstarf við fleiri sveitarfélög áður en við gerum það. Við erum líka opnar fyrir því að skoða aðkomu fjárfesta,“ segir Björk en þess má geta að verkefnið hefur nú þegar hlotið þó nokkuð marga styrki. „Auðvitað eru Nei-in fleiri en Já-in, en aðalmálið er að við höfum fengið styrki sem hafa verið algjörir brautryðjendastyrkir og tryggt að við höfum getað unnið að þróun kerfisins okkar,“ segir Björk og bætir við að sá styrkur sem opnaði stóra tækifærið fyrst hafi verið frá Atvinnumálum kvenna. „Við vissum ekkert um styrktarlandslagið þegar að við fórum af stað en þessi styrkur opnaði á margt því með fyrsta styrknum getur maður sýnt að það er einver sem hefur trú á hugmyndinni. Við fengum styrkinn frá Atvinnumálum kvenna árið 2020 og nýsköpunarstyrk frá Loftlagssjóði árið 2021 sem veitti okkur mikið brautargengi. Síðan höfum við fengið styrki frá Hönnunarsjóði og Íslandsbanka og frá Hringrásarsjóði í fyrra.“ Björk segir að þótt þessir styrkir hafi verið afar mikilvægir sé í rauninni stærsti styrkurinn til þessa samstarfið við Rangárvallarsýslu, þótt það sé styrkur í formi samstarfs en ekki fjármagns. „Án þeirra hefðum við ekki getað þróað bruggferlið né farið í samstarf við tugi heimila sem hafa prófað með okkur heimaflokkunina og auðlindaföturnar.“ Margir hafa styrkt verkefnið en Björk segir að auðvitað hafi Nei-in verið fleiri en Já-in. Á morgun munu Björk og Julia kynna verkefnið fyrir fjárfestum en þá lýkur Hringiðu nýsköpunarhraðlinum, sem meðal annars býr sprotafyrirtæki undir að sækja um stóra Evrópustyrki. Sem Melta hyggst gera. Vísir/Vilhelm Hættum að borga svona mikið fyrir sorpið Björk segir heimilin að meðaltali vera í um tvær vikur að fylla hverja fötu. Þær séu þó það handhægar að hvert heimili er með aukafötur til að fylla í þessar sex vikur á milli þess sem föturnar verða tæmdar. Fyrir sveitarfélögin þýðir þetta að við getum dregið úr kostnaði og útblæstri við sorpsöfnun sem nemur um 70%. Annað atriði sem er mikilvægt varðandi áburðinn sem búinn er til úr hráefninu fyrir bændur er að unnið er úr lífrænum úrgangi í hverjum landshluta og sorpið því ekki flutt á milli svæða. „Meðal dýrustu útgjaldaliðanna eru söfnun og flutningur úrgangs og þar vegur lífræna hráefnið mest enda krefst það almennt tíðari söfnunar og innviðirnir til að jarðgera hráefnið eru oft í mörghundruð km fjarlægð,“ segir Björk og bætir við: Og þá komum við aftur míkró-brugghúsum fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Þau eru hagkvæm lausn sem einfalt er að sníða að stærð hvers sveitarfélags fyrir sig. drögum úr söfnunarkostnaði, gerum þungaflutning á auðlindinni milli landshluta óþarfan og framleiðum þess í stað næringarríka Meltu í næsta nágrenni við bændur og ræktarland.“ Björk segist líka hafa mikla trú á að Melta kerfið muni verða vinsælt hjá íbúum vegna þess að það er notendavænna en það kerfi sem verið er að flokka eftir í dag. „Við vitum alveg að það er miklu erfiðara að innleiða breytingar á hegðun með boðum og bönnum eða flóknu ferli. Þess vegna er kerfið okkar svo mikil driffjöður í flokkuninni, þær eru að gera flokkunina mun notendavænni fyrir íbúa um leið og þær spara sveitarfélögum háar fjárhæðir. Þannig að fyrir alla er þetta kerfi að spara tíma og mikla vinnu og er um leið kerfi sem styður við vistkerfi landsins, eykur kolefnisbindingu í jarðvegi og hefur sem kaupbæti hagstæð hagræn áhrif og jákvæð loftslagsáhrif.“ Nýsköpun Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Tengdar fréttir Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Stofnendur Melta eru þær Björk Brynjarsdóttir samfélags- og þjónustuhönnuður og Julia Brenner jarðvegsfræðingur . Og það sem Melta boðar með sínu kerfi er eftirfarandi: Einfaldara að flokka rétt Lágmarka lykt Minnka þrif á flokkunarfötum Fækka ferðum út með ruslið Bæta upplifun og þátttöku íbúa Brugga lífrænan áburð úr hráefninu þannig að sorpið okkar verði fyrir alvöru að staðbundinni hringrás sem við sem samfélag getum litið á sem auðlind. Í ofanálag munu háar fjárhæðir sparast fyrir sveitarfélög því með flokkunarkerfi Melta er nóg að sækja lífræna sorpið okkar á sex vikna fresti en ekki tveggja vikna fresti eins og nú er víðast hvar þar sem sorp er flokkað. Í tilefni af nýsk ö punarhraðlinum Hringiða fjallar Atvinnulífið um sprota í g ær og í dag. Að brugga úr sorpi Það sem Melta er í raun að gera er að þróa míkró-brugghús til að brugga áburð úr lífrænum heimilisúrgangi. Björk segir að í raun hefjist áburðarframleiðslan löngu áður en lífræna hráefnið ratar í brugghús Meltu því upphafið hefst þegar fólk er að flokka lífræna sorpið sitt. „Í fyrstu prófunum okkar notuðum við lífrænt hráefni sem var flokkað eftir hefðbundinni flokkun og sáum fljótt að of mikið af ólífrænu efni var að rata í lífræna strauminn. Okkar kenning var að það væri of auðvelt að gera mistök í flokkuninni, svo við ákváðum að endurhanna ferlið svo það væri auðveldara að flokka rétt en að gera mistök,“ segir Björk og bætir við: Árið 2020 fengum við að vinna úr 3 tonnum af lífrænu sorpi hjá Rangárvallasýslu. Í heila viku fórum við í gegnum þetta sorp og það sem kom í ljós var að það var allt að hálft tonn af hráefni í sorpinu sem ekki telst lífrænt eða brotnar illa niður.“ Í kjölfarið var ákveðið að fyrsta stigið í framleiðslu Melta þyrfti að vera að einfalda íbúum flokkunina á sorpinu. Sem Melta gerði með því að útbúa grænar lofttæmdar litlar tunnur með einföldum skýringum á hvað megi henda þar ofan í en þegar lífrænum úrgangi hefur verið hent í tunnuna er spreyjað yfir úrganginn með góðgerlum. „Okkar aðferð miðar við að fólk byrjar á því að safna þessu lífræna í skál daglega. Þegar hún er orðin full er hún tæmd í grænu loftæmdu tunnuna okkar, spreyjað yfir og lokað. Enginn poki en með því að loka úrganginn í loftæmdri fötu náum við að halda í gæði úrgangsins fyrir bruggferlið sem síðan hefst og góðgerlarnir tryggja að lyktin er ekki þessi rotnunarlykt sem getur komið af lífrænum úrgangi,“ segir Björk. Til að átta sig á ferlinu aðeins formlegra má vísa í eftirfarandi leiðbeiningar Melta: Flokkunarkerfi Meltu má lýsa með 4 orðum: Opna - Fylla - Úða - Loka.Heimilin fá 2-3 Auðlindafötur (10 L flokkunarfötur sem eru vel loftþéttar þegar þeim er lokað) og úðabrúsa með góðgerlablöndu. Þegar íbúar flokka í föturnar úða þau góðgerlablöndunni yfir lífræna hráefnið. Í auðlindafötunni byrja góðgerlarnir að gerja/brugga hráefnið sem viðheldur bæði gæðum þess og kæfir alla ólykt. „Íbúar sem hafa prófað nýja flokkunarkerfið okkar lýsa því sem einföldu, þægilegu og að það lykti mjög lítið. Þá sleppir fólk líka við lekandi maíspoka, endalaus þrif og ferðum út með ruslið fækkar,“ segir Björk. Föturnar sem heimilin fá eru mjög þægilegar og Björk segir eitt það skemmtilegasta og mest gefandi við þróunina á áburðarframleiðslunni einmitt vera þetta samstarf sem Melta hefur verið í með íbúum í Rangárvallarsýslu. „Það tala allir um hvað þetta er einfalt og notendavænt kerfi, miklu betri flokkun, minna vesen, minni þrif og minni lykt. Fólk telur upp kostina og síðan kemur kannski í lokin ,,Jú og auðvitað er þetta umhverfisvænt…“,“ segir Björk til að undirstrika hversu mikilvægt það er að ná allri flokkun þannig að íbúum finnist hún notendavæn. Því notendavæn flokkun skilar af sér betra hráefni og auðveldara er að fara með ferlið á næsta stig sem er þá áburðarframleiðslan sjálf. „Til samanburðar má nefna að þegar að við gerðum aftur prófun á 3 tonnum af lífúrgangi í Rangárvallasýslu þar sem föturnar okkar höfðu verið notaðar, þá voru það ekki nema 2 kíló af ólífrænu hráefni sem ekki var hægt að nota.“ Melta tekur þátt í Hönnunarmars og fólk getur því séð hvernig ferlið gengur fyrir sig á Slökkvistöðinni Gufunesi í Reykjavík. Flokkunarkerfi Meltu má lýsa með 4 orðum: Opna - Fylla - Úða - Loka.Heimilin fá 2-3 Auðlindafötur (10 L flokkunarfötur sem eru vel loftþéttar þegar þeim er lokað) og úðabrúsa með góðgerlablöndu. Þegar íbúar flokka í föturnar úða þau góðgerlablöndunni yfir lífræna hráefnið. Í auðlindafötunni byrja góðgerlarnir að gerja/brugga hráefnið sem viðheldur bæði gæðum þess og kæfir alla ólykt.Vísir/Karim Iliya Margir að styrkja verkefnið Melta er eitt þeirra sjö fyrirtækja sem hafa verið að taka þátt í nýsköpunarhraðlinum Hringiða og mun því kynna verkefnið fyrir fjárfestum næstkomandi föstudag á viðburði á vegum KLAK. „Við stefnum á að sækja um stóran Evrópustyrk en ég geri ráð fyrir að eflaust þurfum við að sýna fram á samstarf við fleiri sveitarfélög áður en við gerum það. Við erum líka opnar fyrir því að skoða aðkomu fjárfesta,“ segir Björk en þess má geta að verkefnið hefur nú þegar hlotið þó nokkuð marga styrki. „Auðvitað eru Nei-in fleiri en Já-in, en aðalmálið er að við höfum fengið styrki sem hafa verið algjörir brautryðjendastyrkir og tryggt að við höfum getað unnið að þróun kerfisins okkar,“ segir Björk og bætir við að sá styrkur sem opnaði stóra tækifærið fyrst hafi verið frá Atvinnumálum kvenna. „Við vissum ekkert um styrktarlandslagið þegar að við fórum af stað en þessi styrkur opnaði á margt því með fyrsta styrknum getur maður sýnt að það er einver sem hefur trú á hugmyndinni. Við fengum styrkinn frá Atvinnumálum kvenna árið 2020 og nýsköpunarstyrk frá Loftlagssjóði árið 2021 sem veitti okkur mikið brautargengi. Síðan höfum við fengið styrki frá Hönnunarsjóði og Íslandsbanka og frá Hringrásarsjóði í fyrra.“ Björk segir að þótt þessir styrkir hafi verið afar mikilvægir sé í rauninni stærsti styrkurinn til þessa samstarfið við Rangárvallarsýslu, þótt það sé styrkur í formi samstarfs en ekki fjármagns. „Án þeirra hefðum við ekki getað þróað bruggferlið né farið í samstarf við tugi heimila sem hafa prófað með okkur heimaflokkunina og auðlindaföturnar.“ Margir hafa styrkt verkefnið en Björk segir að auðvitað hafi Nei-in verið fleiri en Já-in. Á morgun munu Björk og Julia kynna verkefnið fyrir fjárfestum en þá lýkur Hringiðu nýsköpunarhraðlinum, sem meðal annars býr sprotafyrirtæki undir að sækja um stóra Evrópustyrki. Sem Melta hyggst gera. Vísir/Vilhelm Hættum að borga svona mikið fyrir sorpið Björk segir heimilin að meðaltali vera í um tvær vikur að fylla hverja fötu. Þær séu þó það handhægar að hvert heimili er með aukafötur til að fylla í þessar sex vikur á milli þess sem föturnar verða tæmdar. Fyrir sveitarfélögin þýðir þetta að við getum dregið úr kostnaði og útblæstri við sorpsöfnun sem nemur um 70%. Annað atriði sem er mikilvægt varðandi áburðinn sem búinn er til úr hráefninu fyrir bændur er að unnið er úr lífrænum úrgangi í hverjum landshluta og sorpið því ekki flutt á milli svæða. „Meðal dýrustu útgjaldaliðanna eru söfnun og flutningur úrgangs og þar vegur lífræna hráefnið mest enda krefst það almennt tíðari söfnunar og innviðirnir til að jarðgera hráefnið eru oft í mörghundruð km fjarlægð,“ segir Björk og bætir við: Og þá komum við aftur míkró-brugghúsum fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Þau eru hagkvæm lausn sem einfalt er að sníða að stærð hvers sveitarfélags fyrir sig. drögum úr söfnunarkostnaði, gerum þungaflutning á auðlindinni milli landshluta óþarfan og framleiðum þess í stað næringarríka Meltu í næsta nágrenni við bændur og ræktarland.“ Björk segist líka hafa mikla trú á að Melta kerfið muni verða vinsælt hjá íbúum vegna þess að það er notendavænna en það kerfi sem verið er að flokka eftir í dag. „Við vitum alveg að það er miklu erfiðara að innleiða breytingar á hegðun með boðum og bönnum eða flóknu ferli. Þess vegna er kerfið okkar svo mikil driffjöður í flokkuninni, þær eru að gera flokkunina mun notendavænni fyrir íbúa um leið og þær spara sveitarfélögum háar fjárhæðir. Þannig að fyrir alla er þetta kerfi að spara tíma og mikla vinnu og er um leið kerfi sem styður við vistkerfi landsins, eykur kolefnisbindingu í jarðvegi og hefur sem kaupbæti hagstæð hagræn áhrif og jákvæð loftslagsáhrif.“
Nýsköpun Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Starfsframi Tengdar fréttir Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00