Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 20:12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. „Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
„Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira