Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 27-31 | ÍBV stal heimavallarréttinum Andri Már Eggertsson skrifar 4. maí 2023 20:45 Arnór Viðarsson átti góðan leik hjá ÍBV. Vísir/Hulda Margrét ÍBV er komið í forystu í undanúrslitum gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Stuðningsmenn ÍBV fjölmenntu í Kaplakrika Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var frábær skemmtun og FH leiddi með einu marki í hálfleik. Síðustu fimmtán mínúturnar lentu FH-ingar í vandræðum sóknarlega og Eyjamenn gengu á lagið. Þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur og taka því forystuna í einvíginu. Einar Bragi Aðalsteinsson tók af skarið í upphafi leiks og gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Einar Bragi var að spila sinn fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar á ferlinum en það var ekki að sjá á upphafsmínútunum. Phil Döhler fékk boltann í hausinn og það sást á honumVísir/Hulda Margrét Það var jafnræði með liðunum í upphafi og leiks. Jón Bjarni Ólafsson fékk beint rautt spjald þegar ellefu mínútur voru tæplega liðnar af leiknum. Jón Bjarni fór í andlitið á Arnóri Viðarssyni og eftir að dómararnir skoðuðu atvikið í endursýningu var niðurstaðan rautt spjald. ÍBV var mikið í undirtölu í fyrri hálfleik. Eyjamenn fengu tvisvar brottvísun fyrir ólöglega skiptingu sem var dýrkeypt. FH skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks á innan við þrjátíu sekúndum. Heimamenn voru marki yfir í hálfleik 15-14. Jóhannes Berg Andrason skoraði 4 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa endað fyrri hálfleik afar klaufalega létu Eyjamenn það ekki slá sig út af laginu og byrjuðu síðari hálfleik betur. ÍBV komst tveimur mörkum yfir en leikurinn var í miklu jafnvægi. Eyjamenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 23-23 breyttist leikurinn. Vörn Eyjamanna small og Pavel Miskevich fór að verja nokkra bolta. ÍBV komst fjórum mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir og FH átti ekki svar við því. ÍBV vann að lokum fjögurra marka sigur 27-31. ÍBV vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn FHVísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur Eyjamanna var til fyrirmyndar í síðari hálfleik. FH skoraði aðeins tólf mörk í síðari hálfleik og á síðustu nítján mínútunum skoraði FH aðeins sjö mörk. Pavel Miskevich varði einnig afar vel. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Viðarsson fór á kostum á báðum endum vallarins. Arnór var allt í öllu og skoraði sex mörk úr átta skotum. Ásbjörn Friðriksson stóð fyrir sínu og rúmlega það. Ásbjörn byrjaði á varamannabekknum en sat þar ekki lengi. Ásbjörn skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum. Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, varði afar vel og endaði með 15 varin skot. Pavel var með 37 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Jón Bjarni Ólafsson setti liðsfélaga sína í vonda stöðu þegar hann fékk beint rautt spjald þegar aðeins ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Ágúst Birgisson var fljótlega kominn með tvær brottvísanir sem riðlaði varnarleik FH mikið. Sóknarleikur FH-inga var ekki góður síðustu nítján mínúturnar. Heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk og köstuðu einfaldlega frá sér leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur er í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 17:00. Ásbjörn: Förum til Eyja með kassann úti Ásbjörn Friðriksson fór á kostum og skoraði 12 mörkVísir/Hulda Margrét Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var svekktur með tap í fyrsta leik í undanúrslitum gegn ÍBV. „Pavel Miskevich fór að verja í seinni hálfleik góð færi og þeir fengu sjálfstraust varnarlega. Við fórum að flýta okkur þegar þeir komust aftur yfir. Við fórum að taka verri færi þegar þeir voru yfir og við þurftum að reyna eitthvað undir lokin en það heppnaðist ekki,“ sagði Ásbjörn Friðriksson eftir leik. FH var einu marki yfir í hálfleik og Ásbjörn viðurkenndi að hann hefði viljað vera með stærra forskot í hálfleik. „Maður fer alltaf út úr hálfleik hugsandi að maður geti gert aðeins betur. Við skoruðum samt tvö mörk á síðustu mínútunni og við vissum að leikurinn yrði jafn. Við ætluðum að spila betur í seinni hálfleik en það fór frá okkur og það var svekkjandi.“ Ásbjörn var svekktur með færin sem FH misnotaði í síðari hálfleik sem varð til þess að ÍBV tók frumkvæðið. „Þeir skoruðu í byrjun seinni hálfleiks á meðan við vorum að klikka og tapa boltanum. Þá náði ÍBV frumkvæðinu en við náðum að jafna. Okkur tókst síðan ekki að komast yfir heldur lentum við aftur undir og þeir náðu aftur frumkvæðinu.“ Ásbjörn var nokkuð brattur aðspurður hvernig það verður fyrir FH að fara til Vestmannaeyja 0-1 undir í einvíginu. „Leikurinn byrjar 0-0 en það var dýrt að missa Jón Bjarna út af með rautt spjald. Hann mun koma ferskur inn í næsta leik og við förum til Eyja með kassann úti þar sem við höfum verið góðir á útivelli í vetur,“ sagði Ásbjörn Friðriksson að lokum. FH ÍBV Olís-deild karla
ÍBV er komið í forystu í undanúrslitum gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Stuðningsmenn ÍBV fjölmenntu í Kaplakrika Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var frábær skemmtun og FH leiddi með einu marki í hálfleik. Síðustu fimmtán mínúturnar lentu FH-ingar í vandræðum sóknarlega og Eyjamenn gengu á lagið. Þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur og taka því forystuna í einvíginu. Einar Bragi Aðalsteinsson tók af skarið í upphafi leiks og gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Einar Bragi var að spila sinn fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar á ferlinum en það var ekki að sjá á upphafsmínútunum. Phil Döhler fékk boltann í hausinn og það sást á honumVísir/Hulda Margrét Það var jafnræði með liðunum í upphafi og leiks. Jón Bjarni Ólafsson fékk beint rautt spjald þegar ellefu mínútur voru tæplega liðnar af leiknum. Jón Bjarni fór í andlitið á Arnóri Viðarssyni og eftir að dómararnir skoðuðu atvikið í endursýningu var niðurstaðan rautt spjald. ÍBV var mikið í undirtölu í fyrri hálfleik. Eyjamenn fengu tvisvar brottvísun fyrir ólöglega skiptingu sem var dýrkeypt. FH skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks á innan við þrjátíu sekúndum. Heimamenn voru marki yfir í hálfleik 15-14. Jóhannes Berg Andrason skoraði 4 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa endað fyrri hálfleik afar klaufalega létu Eyjamenn það ekki slá sig út af laginu og byrjuðu síðari hálfleik betur. ÍBV komst tveimur mörkum yfir en leikurinn var í miklu jafnvægi. Eyjamenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 23-23 breyttist leikurinn. Vörn Eyjamanna small og Pavel Miskevich fór að verja nokkra bolta. ÍBV komst fjórum mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir og FH átti ekki svar við því. ÍBV vann að lokum fjögurra marka sigur 27-31. ÍBV vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn FHVísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur Eyjamanna var til fyrirmyndar í síðari hálfleik. FH skoraði aðeins tólf mörk í síðari hálfleik og á síðustu nítján mínútunum skoraði FH aðeins sjö mörk. Pavel Miskevich varði einnig afar vel. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Viðarsson fór á kostum á báðum endum vallarins. Arnór var allt í öllu og skoraði sex mörk úr átta skotum. Ásbjörn Friðriksson stóð fyrir sínu og rúmlega það. Ásbjörn byrjaði á varamannabekknum en sat þar ekki lengi. Ásbjörn skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum. Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, varði afar vel og endaði með 15 varin skot. Pavel var með 37 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Jón Bjarni Ólafsson setti liðsfélaga sína í vonda stöðu þegar hann fékk beint rautt spjald þegar aðeins ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Ágúst Birgisson var fljótlega kominn með tvær brottvísanir sem riðlaði varnarleik FH mikið. Sóknarleikur FH-inga var ekki góður síðustu nítján mínúturnar. Heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk og köstuðu einfaldlega frá sér leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur er í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 17:00. Ásbjörn: Förum til Eyja með kassann úti Ásbjörn Friðriksson fór á kostum og skoraði 12 mörkVísir/Hulda Margrét Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var svekktur með tap í fyrsta leik í undanúrslitum gegn ÍBV. „Pavel Miskevich fór að verja í seinni hálfleik góð færi og þeir fengu sjálfstraust varnarlega. Við fórum að flýta okkur þegar þeir komust aftur yfir. Við fórum að taka verri færi þegar þeir voru yfir og við þurftum að reyna eitthvað undir lokin en það heppnaðist ekki,“ sagði Ásbjörn Friðriksson eftir leik. FH var einu marki yfir í hálfleik og Ásbjörn viðurkenndi að hann hefði viljað vera með stærra forskot í hálfleik. „Maður fer alltaf út úr hálfleik hugsandi að maður geti gert aðeins betur. Við skoruðum samt tvö mörk á síðustu mínútunni og við vissum að leikurinn yrði jafn. Við ætluðum að spila betur í seinni hálfleik en það fór frá okkur og það var svekkjandi.“ Ásbjörn var svekktur með færin sem FH misnotaði í síðari hálfleik sem varð til þess að ÍBV tók frumkvæðið. „Þeir skoruðu í byrjun seinni hálfleiks á meðan við vorum að klikka og tapa boltanum. Þá náði ÍBV frumkvæðinu en við náðum að jafna. Okkur tókst síðan ekki að komast yfir heldur lentum við aftur undir og þeir náðu aftur frumkvæðinu.“ Ásbjörn var nokkuð brattur aðspurður hvernig það verður fyrir FH að fara til Vestmannaeyja 0-1 undir í einvíginu. „Leikurinn byrjar 0-0 en það var dýrt að missa Jón Bjarna út af með rautt spjald. Hann mun koma ferskur inn í næsta leik og við förum til Eyja með kassann úti þar sem við höfum verið góðir á útivelli í vetur,“ sagði Ásbjörn Friðriksson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik