Messi hefur verið settur í tveggja vikna bann hjá Paris Saint-Germain eftir að hann mætti ekki til æfinga daginn eftir tap liðsins gegn Lorient í frönsku úrvalsdeildinni.
Argentínska knattspyrnugoðsögnin hélt til Sádi-Arabíu eftir leik og í yfirlýsingu, sem er í formi myndbands, segist hann bíða eftir því hvað næstu skref feli í sér hjá félaginu, hann hafi haldið að frí væri frá æfingum þennan umrædda dag.
„Eins og hafði alltaf verið raunin,“segir Messi í yfirlýsingunni. „Ég var búinn að skipuleggja þessa ferð og gat ekki hætt við hana, ég hafði fyrir þetta þurft að fresta henni einu sinni.
Ég bið liðsfélaga mína afsökunar og bíð nú eftir því að sjá hvað félagið vill gera við mig.“
Talið er næsta víst að Messi muni yfirgefa herbúðir Paris Saint-Germain eftir yfirstandandi tímabil en hann gekk í raðir félagsins sumarið 2021.
Leo Messi statement #Messi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2023
I thought we were going to have a day off after the game as always. I had this trip organized and I couldn't cancel it. I had already canceled it before .
I apologize to my teammates and I'm waiting for what the club wants to do with me . pic.twitter.com/GBuarEgwSl