„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 9. maí 2023 10:00 Ingimar Helgi fagnar hér vel og innilega eftir aukaspyrnumark. Aðsend Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. „Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
„Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn