Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 20:29 Icelandair flutti metfjölda farþega í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira