Til hamingju með Evrópudaginn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2023 08:02 Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar