Stúkan ræddi stöðuna á KR: Rúnar á skilið meiri stuðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 10:31 Rúnar Kristinsson á varmannabekknum hjá KR í skellinum á móti Val. Vísir/Diego Stúkan fór yfir sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta og í Uppbótatímanum var full ástæða til að ræða stöðuna á karlaliði KR. KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023 Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00
Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17
Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08