Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 18:00 Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun