Vaxtarsvæðið Suðurnes - þjónusta ríkisins þarf að fylgja með Anton Guðmundsson skrifar 12. maí 2023 08:00 Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Byggðamál Anton Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar