Tónsmíðarnar eins og gullgerðarlist Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. maí 2023 10:29 Rún Árnadóttir, Stefanía Pálsdóttir og Starri Holm mynda tríóið virgin orchestra. Helga Laufey Ásgeirsdóttir Gotaskotna og mekaníska síðpönkssveitin virgin orchestra gefur út sína fyrstu breiðskífu í dag. Ber hún titilinn fragments sem meðlimirnir segja ekki vera ofhugsað nafn, hafi bara hvassan en fallegan hljóm og hægt að lesa ýmislegt í það ef vilji er fyrir hendi. Hljómsveitin er skipuð þeim Rún Árnadóttur, Starra Holm og Stefaníu Pálsdóttur. Rún er klassískur sellisti og leikur á selló með sveitinni, en Starri og Stefanía leika á hefðbundnari síðpönkshljóðfæri og nostra við hljóðvegginn sem umlykur lög sveitarinnar. Þau kynntust í tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands og fundu samhljóm í sýn sinni á tónlistarsköpun þó að ólíkinda gætti í persónuleikum og tónlistarsmekk. Innblástur sveitarinnar kemur hvaðanæva að, allt frá Shostakovich til The Cure. Meðlimirnir segjast nálgast tónsmíðar sínar eins og gullgerðarlist, „í ævarandi tilraunagleði og stöðugri slípun þar til fullkomin formúla er fundin.” Tónlistin sé endurspeglun umheims meðlimanna, „fegurðarinnar, myrkursins og flækjustigs mannlegrar upplifunar.“ Helga Laufey Ásgeirsdóttir Laglínurnar koma mestmegnis á undan textanum, en Stefanía semur þær oftar en ekki í flæði á meðan lögin eru samin. „Við erum mikið í að finna út hvaða sérhljóðar passa best á hverjum stað fyrir sig í lögunum og saumum svolítið bara textana í kringum það. Vinnum þannig mikið með hljómfræði tungumálsins og hvernig tilfinningin í hljóm þeirra er fyrir líkamann, fyrir söngvarann.” Textarnir séu oftast óræðir þó það sé ákveðin kjarnatilfinning til staðar sem þau reyna að koma frá sér, hvort sem það er í tónum eða texta. „Sumir textar eru klárlega einhverskonar sálfræðileg úrvinnsla á hlutum á meðan aðrir eru hreint „storytelling“ á raunverulegum atburðum eins og textinn í on your knees. Síðan eru aðrir textar sem eru bókstaflega bara ‘eitthvað’ sem hljómar vel í laglínunni og einn textinn í lagi af plötunni er bókstaflega skrifaður í hljóðverinu fimm mínútum áður en við tókum sönginn upp.” Aðspurð hvernig nafn sveitarinnar hafi komið til segjast Starri og Stefanía hafa verið að reyna að finna nafn eitt kvöld á Prikinu. Tónlistin hafi verið hávær svo þau heyrðu ekkert sérstaklega vel í hvort öðru. „Stefanía lagði fram einhverja tillögu, sem við munum ekkert hver var, en Starri heyrði það sem virgin orchestra. Okkur fannst það hljóma ágætlega en nafnið er semsagt byggt á misskilningi.” Fyrr á árinu birti sveitin tónlistarmyndband við lagið on your knees, í leikstjórn Alvins Huga Ragnarssonar. Viðfang myndbandsins er geimvera, sem er undir áhrifum frá núverandi ástandi heimsins, í leit að sjálfsuppgötvun. Myndbandið, sem tekið var upp á 8mm og 35mm filmu, var nýlega valið á lista yfir bestu tónlistarmyndböndin á kvikmyndhátíðinni Stockfish. Myndbandið er samkvæmt meðlimum hliðstætt verk, sagan í því ekki sú sama og í laginu en þó svipuð þemu í gangi í þeim báðum. „Eins og ‘fegurðin í óreiðunni’ sem er tvímælalaust einn af rauðu þráðunum í bæði laginu sjálfu og myndbandinu.” Platan er gefin út af Smekkleysu og er fáanleg á vínyl sem og á stafrænu formi. Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ber hún titilinn fragments sem meðlimirnir segja ekki vera ofhugsað nafn, hafi bara hvassan en fallegan hljóm og hægt að lesa ýmislegt í það ef vilji er fyrir hendi. Hljómsveitin er skipuð þeim Rún Árnadóttur, Starra Holm og Stefaníu Pálsdóttur. Rún er klassískur sellisti og leikur á selló með sveitinni, en Starri og Stefanía leika á hefðbundnari síðpönkshljóðfæri og nostra við hljóðvegginn sem umlykur lög sveitarinnar. Þau kynntust í tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands og fundu samhljóm í sýn sinni á tónlistarsköpun þó að ólíkinda gætti í persónuleikum og tónlistarsmekk. Innblástur sveitarinnar kemur hvaðanæva að, allt frá Shostakovich til The Cure. Meðlimirnir segjast nálgast tónsmíðar sínar eins og gullgerðarlist, „í ævarandi tilraunagleði og stöðugri slípun þar til fullkomin formúla er fundin.” Tónlistin sé endurspeglun umheims meðlimanna, „fegurðarinnar, myrkursins og flækjustigs mannlegrar upplifunar.“ Helga Laufey Ásgeirsdóttir Laglínurnar koma mestmegnis á undan textanum, en Stefanía semur þær oftar en ekki í flæði á meðan lögin eru samin. „Við erum mikið í að finna út hvaða sérhljóðar passa best á hverjum stað fyrir sig í lögunum og saumum svolítið bara textana í kringum það. Vinnum þannig mikið með hljómfræði tungumálsins og hvernig tilfinningin í hljóm þeirra er fyrir líkamann, fyrir söngvarann.” Textarnir séu oftast óræðir þó það sé ákveðin kjarnatilfinning til staðar sem þau reyna að koma frá sér, hvort sem það er í tónum eða texta. „Sumir textar eru klárlega einhverskonar sálfræðileg úrvinnsla á hlutum á meðan aðrir eru hreint „storytelling“ á raunverulegum atburðum eins og textinn í on your knees. Síðan eru aðrir textar sem eru bókstaflega bara ‘eitthvað’ sem hljómar vel í laglínunni og einn textinn í lagi af plötunni er bókstaflega skrifaður í hljóðverinu fimm mínútum áður en við tókum sönginn upp.” Aðspurð hvernig nafn sveitarinnar hafi komið til segjast Starri og Stefanía hafa verið að reyna að finna nafn eitt kvöld á Prikinu. Tónlistin hafi verið hávær svo þau heyrðu ekkert sérstaklega vel í hvort öðru. „Stefanía lagði fram einhverja tillögu, sem við munum ekkert hver var, en Starri heyrði það sem virgin orchestra. Okkur fannst það hljóma ágætlega en nafnið er semsagt byggt á misskilningi.” Fyrr á árinu birti sveitin tónlistarmyndband við lagið on your knees, í leikstjórn Alvins Huga Ragnarssonar. Viðfang myndbandsins er geimvera, sem er undir áhrifum frá núverandi ástandi heimsins, í leit að sjálfsuppgötvun. Myndbandið, sem tekið var upp á 8mm og 35mm filmu, var nýlega valið á lista yfir bestu tónlistarmyndböndin á kvikmyndhátíðinni Stockfish. Myndbandið er samkvæmt meðlimum hliðstætt verk, sagan í því ekki sú sama og í laginu en þó svipuð þemu í gangi í þeim báðum. „Eins og ‘fegurðin í óreiðunni’ sem er tvímælalaust einn af rauðu þráðunum í bæði laginu sjálfu og myndbandinu.” Platan er gefin út af Smekkleysu og er fáanleg á vínyl sem og á stafrænu formi.
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira