Enginn friður án kvenna, ekkert kvenfrelsi án fjölbreytni Tatjana Latinovic skrifar 12. maí 2023 11:01 Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tatjana Latinovic Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun