Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 12. maí 2023 22:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. „Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
„Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira