„Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 14:00 Daníel hefur ekki enn þá kært þjófnaðinn og skemmdirnar á bílnum sem er gerónýtur. Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur. Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel. Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel.
Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28
Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14