Öruggasti pylsuvagn í heimi Sigurjón Þórðarson skrifar 17. maí 2023 14:30 Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun