Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:30 Dagný og stöllur áttu ekki mikla möguleika í kvöld. Zac Goodwin/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira