„Fyrst sögðu læknarnir við mig að ég væri ruglaður“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. maí 2023 19:04 Sigmundur Stefánsson hefur hlaupið tugi maraþonhlaupa. Magnús Jóhannsson Sigmundur Stefánsson segir lækna hafa sagt sig kolruglaðan eftir að hann ákvað að hlaupa ítrekað maraþon í kjölfar hjartaáfalls og krabbameins. Sigmundur er nýjasti gestur hlaðvarps Sölva Tryggvasonar en hann lýsir lygilegum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti. Hann greindist með sykursýki tvö þegar hann var fertugur og byrjaði að fara út að hlaupa. „Þegar ég var að undirbúa mitt fyrsta maraþon 47 ára gamall var ég stoppaður snögglega af. Það var í hádeginu á venjulegum miðvikudegi sem ég ætlaði að hlaupa sjö kílómetra að eitthvað gerðist. Ég kláraði hlaupið, en fann að ég var óvenjulega slappur. Ég fór í búðina að ná mér í mat, en þegar ég ætlaði að byrja að vinna aftur fann ég að eitthvað var ekki alveg í lagi. Ég fór heim og ætlaði að leggja mig, en fann að ég yrði að láta líta á mig og fór á heilsugæsluna eftir að hafa talað við konuna mína. En það endaði á því að ég var fluttur með bláum ljósum til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá hafði ég fengið hjartaáfall og æðin var orðin alveg stífluð.“ Læknarnir alveg harðir Hann fór í hjartaþræðingu og var sagt að leggja drauminn á hilluna. Læknarnir „voru alveg harðir á því“ að hann myndi ekki hlaupa maraþon. Því neitaði hann að trúa. Sigmundur segist hafa ákveðið mjög fljótt að gefa sjálfum sér í „fimmtugsafmælisgjöf“ að hlaupa maraþon og hafði því þrjú ár til stefnu. Nú er hann búinn að hlaupa á milli þrjátíu og fjörutíu maraþon og enn fleiri hálfmaraþon. Sigmundur segir ýmislegt hægt að gera með viljann að vopni. „Ég hafði byrjað að hreyfa mig mikið eftir að ég var greindur með sykursýki og fannst það hjálpa mjög mikið. Þannig að ég var búinn að venjast þeim lífsstíl að hreyfa mig og gat ekki hugsað mér að hætta því. Fyrst sögðu læknarnir við mig að ég væri ruglaður að taka þessa áhættu og hlaupa þessi maraþon eftir hjartaáfallið. En svo hafa árin liðið og núna segjast læknarnir nota mig sem skólabókardæmi um það sem er hægt að gera ef fólk lendir í mótlæti. Í raun geti fólk gert það sem það vill, svo framarlega að það þekki sín eigin takmörk.“ Þegar tveir áratugir voru liðnir frá hjartaáfallinu fór hann aftur að finna fyrir eymslum, en eftir þrjár tilraunir á hjartaþræðingu var hann sendur í opna hjartaaðgerð. Á meðan leitað var lausna á hjartavandamálum hans, greindist hann með krabbamein í blöðruhálskirtli. Eftir geislameðferð og aðgerð á hjarta náði hann aftur heilsu. Sigmundur er sannfærður um að það hafi hjálpað sér að takast á við þessi áföll að vera í góðu líkamlegu formi. Fréttastofa hitti Sigmund þegar hann varð sjötíu ára fyrr á árinu. Maraþon á Kínamúrnum „Þegar menn eru búnir að fara í hjartaaðgerð eru manni í raun allir vegir færir, af því að þá er búið að opna vel fyrir allt saman. Ég er alveg sannfærður um að það sé lykilatriði að vera í góðu formi þegar maður lendir í svona mótlæti. Ef þú ert í góðu formi verður þetta mun auðveldara á allan hátt. Ef maður erá núllinu í slæmu formi er örugglega mjög erfitt að koma sér af stað og ætla að komast í form eftir hjartaáfall. Það hjálpar mikið ef þú hefur reynt á líkamskerfin og líkaminn er almennt í góðu formi.“ Sigmundur hefur tekið þátt í fjölda maraþonhlaupa, stundað þríþraut og tekið þátt í járnkallinum um allan heim. Þá hefur hann gengið um Grænland, skíðað niður Hvannadalshnjúk svo fátt eitt sé nefnt. Maraþon á Kínamúrnum stendur upp úr. „Það var allt öðruvísi en að hlaupa venjulegt maraþon. Það var farið á múrinn rúmlega klukkutíma fyrir utan Peking og hlaupið um svæði sem eru fyrir utan þessa mestu túristastaði. Þrepin eru mishá og misdjúp og mikið um ójöfnur, þannig að maður verður að vera með mikla athygli allan tímann. Það var alveg stórkostleg upplifun að hlaupa þarna á þessu ævaforna mannvirki og fara svo um sveitirnar. Það var eins og maður væri kominn 100 ár aftur í tímann. Þetta var eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á allri minni ævi. Ég er með fullt af félögum, maka og börn og fleiri sem hafa stutt við bakið á mér í þessu öllu saman. Þannig að maður gerir þetta ekki einn, en þetta hefur gefið mér og konunni minni gríðarlega mikið og ég get ekki verið annað en þakklátur. Að fara í öll þessi ferðalög og takast á við okkur sjálf og náttúruna. Það er toppurinn á tilverunni.“ Podcast með Sölva Tryggva Hlaup Þríþraut Tengdar fréttir Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. 2. febrúar 2023 20:01 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Sigmundur er nýjasti gestur hlaðvarps Sölva Tryggvasonar en hann lýsir lygilegum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti. Hann greindist með sykursýki tvö þegar hann var fertugur og byrjaði að fara út að hlaupa. „Þegar ég var að undirbúa mitt fyrsta maraþon 47 ára gamall var ég stoppaður snögglega af. Það var í hádeginu á venjulegum miðvikudegi sem ég ætlaði að hlaupa sjö kílómetra að eitthvað gerðist. Ég kláraði hlaupið, en fann að ég var óvenjulega slappur. Ég fór í búðina að ná mér í mat, en þegar ég ætlaði að byrja að vinna aftur fann ég að eitthvað var ekki alveg í lagi. Ég fór heim og ætlaði að leggja mig, en fann að ég yrði að láta líta á mig og fór á heilsugæsluna eftir að hafa talað við konuna mína. En það endaði á því að ég var fluttur með bláum ljósum til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá hafði ég fengið hjartaáfall og æðin var orðin alveg stífluð.“ Læknarnir alveg harðir Hann fór í hjartaþræðingu og var sagt að leggja drauminn á hilluna. Læknarnir „voru alveg harðir á því“ að hann myndi ekki hlaupa maraþon. Því neitaði hann að trúa. Sigmundur segist hafa ákveðið mjög fljótt að gefa sjálfum sér í „fimmtugsafmælisgjöf“ að hlaupa maraþon og hafði því þrjú ár til stefnu. Nú er hann búinn að hlaupa á milli þrjátíu og fjörutíu maraþon og enn fleiri hálfmaraþon. Sigmundur segir ýmislegt hægt að gera með viljann að vopni. „Ég hafði byrjað að hreyfa mig mikið eftir að ég var greindur með sykursýki og fannst það hjálpa mjög mikið. Þannig að ég var búinn að venjast þeim lífsstíl að hreyfa mig og gat ekki hugsað mér að hætta því. Fyrst sögðu læknarnir við mig að ég væri ruglaður að taka þessa áhættu og hlaupa þessi maraþon eftir hjartaáfallið. En svo hafa árin liðið og núna segjast læknarnir nota mig sem skólabókardæmi um það sem er hægt að gera ef fólk lendir í mótlæti. Í raun geti fólk gert það sem það vill, svo framarlega að það þekki sín eigin takmörk.“ Þegar tveir áratugir voru liðnir frá hjartaáfallinu fór hann aftur að finna fyrir eymslum, en eftir þrjár tilraunir á hjartaþræðingu var hann sendur í opna hjartaaðgerð. Á meðan leitað var lausna á hjartavandamálum hans, greindist hann með krabbamein í blöðruhálskirtli. Eftir geislameðferð og aðgerð á hjarta náði hann aftur heilsu. Sigmundur er sannfærður um að það hafi hjálpað sér að takast á við þessi áföll að vera í góðu líkamlegu formi. Fréttastofa hitti Sigmund þegar hann varð sjötíu ára fyrr á árinu. Maraþon á Kínamúrnum „Þegar menn eru búnir að fara í hjartaaðgerð eru manni í raun allir vegir færir, af því að þá er búið að opna vel fyrir allt saman. Ég er alveg sannfærður um að það sé lykilatriði að vera í góðu formi þegar maður lendir í svona mótlæti. Ef þú ert í góðu formi verður þetta mun auðveldara á allan hátt. Ef maður erá núllinu í slæmu formi er örugglega mjög erfitt að koma sér af stað og ætla að komast í form eftir hjartaáfall. Það hjálpar mikið ef þú hefur reynt á líkamskerfin og líkaminn er almennt í góðu formi.“ Sigmundur hefur tekið þátt í fjölda maraþonhlaupa, stundað þríþraut og tekið þátt í járnkallinum um allan heim. Þá hefur hann gengið um Grænland, skíðað niður Hvannadalshnjúk svo fátt eitt sé nefnt. Maraþon á Kínamúrnum stendur upp úr. „Það var allt öðruvísi en að hlaupa venjulegt maraþon. Það var farið á múrinn rúmlega klukkutíma fyrir utan Peking og hlaupið um svæði sem eru fyrir utan þessa mestu túristastaði. Þrepin eru mishá og misdjúp og mikið um ójöfnur, þannig að maður verður að vera með mikla athygli allan tímann. Það var alveg stórkostleg upplifun að hlaupa þarna á þessu ævaforna mannvirki og fara svo um sveitirnar. Það var eins og maður væri kominn 100 ár aftur í tímann. Þetta var eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á allri minni ævi. Ég er með fullt af félögum, maka og börn og fleiri sem hafa stutt við bakið á mér í þessu öllu saman. Þannig að maður gerir þetta ekki einn, en þetta hefur gefið mér og konunni minni gríðarlega mikið og ég get ekki verið annað en þakklátur. Að fara í öll þessi ferðalög og takast á við okkur sjálf og náttúruna. Það er toppurinn á tilverunni.“
Podcast með Sölva Tryggva Hlaup Þríþraut Tengdar fréttir Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. 2. febrúar 2023 20:01 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. 2. febrúar 2023 20:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið