DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 09:00 DeSantis telur sig einan geta velt Joe Biden forseta úr sessi. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21
Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16
Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent