Skógræktarstjóri segir fullyrðingar VÍN ekki standast skoðun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. maí 2023 07:00 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri gagnrýnir málflutning samtakanna VÍN og fyrrverandi landgræðslustjóra, Sveins Runólfssonar. Magnús Hlynur Skógræktarstjóri segir að fullyrðingar samtakanna VÍN og fyrrverandi landgræðslustjóra um skógrækt standist ekki skoðun. Ferðamenn sæki í skóginn og að hann auki öryggi við vegi. Í umsögn Skógræktarinnar við erindi náttúruverndarsamtakanna VÍN, Vina íslenskrar náttúru, til sveitarfélaganna segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri undarlegt að halda því fram að endurheimt skóga á takmörkuðum landsvæðum skapi óyfirstíganleg vandamál. „Það er ljóst að ásýnd lands breytist við skógrækt, líkt og við aðrar breytingar á landnotkun. Hvort sú ásýnd sé betri eða verri er háð smekk hvers og eins,“ segir Þröstur í umsögninni. Eins og Vísir greindi frá fyrir viku sendi Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, bréf á öll sveitarfélög fyrir hönd VÍN þar sem þau eru hvött til að beita skipulagsvaldi sínu gegn of mikilli skógrækt. Sagði Sveinn að skógrækt myndi draga úr ferðamannastraumnum, einkum vegna erlendra og hávaxinna tegunda sem plantað hefði verið við náttúruperlur og byrgðu sín. Þá myndu stór og breið tré við vegi landsins skapa slysahættu fyrir ökumenn. Ferðamenn sækja í skóg Þröstur segir að sú fullyrðing að skógrækt muni draga úr komum ferðamanna hingað til lands standist ekki skoðun. Skógræktin reki tjaldsvæði í skógum landsins og þar hafi fjöldi ferðamanna aukist mikið á síðustu árum. Enn fremur sé aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem nýti sér skógana sem áningarstað. Þetta sjáist meðal annars í auknum fjölda fyrirspurna frá skipuleggjendum hópferða um aðstöðu í skógunum. „Þá má heldur ekki gleyma því að skógar landsins eru mikilvæg útivistarsvæði fyrir þá sem hér búa,“ segir Þröstur. „Ásókn gangandi, hlaupandi, hjólandi, skíðandi og ríðandi í skóga landsins er mikil, svo mikil að sums staðar hefur skapast núningur milli mismunandi hagsmunahópa.“ Tré veiti ökumönnum skjól Gerir Þröstur einnig athugasemd við þá fullyrðingu að skógrækt með fram þjóðvegum auki slysahættu. Hún sé órökstudd en það sé hins vegar rétt að kunnáttu þurfi til að skipuleggja ræktun trjáa með fram vegum svo hún nýtist. „Reynslan hérlendis hefur sýnt að vel staðsettir skógar eða skjólbelti draga úr vindhviðum á þjóðvegum landsins, auk þess að safna snjó réttum megin við veginn,“ segir Þröstur og bendir á að erlendar rannsóknir hafi sýnt að tré með fram vegum innan borgarmarka fækki slysum. Tekist er á um hvort hávaxin tré við þjóðvegi skapi slysahættu eða dragi úr henni.Vísir/Vilhelm „Leiða má líkur að því að með skipulögðum skógi með fram þjóðvegum og vel staðsettum bílastæðum þar sem hægt er að njóta útsýnis, megi draga úr þeirri hættu sem skapast er ökumenn ná ekki að halda fullri athygli við aksturinn vegna útsýnis,“ segir hann. Skógræktarfólk forðist árekstra Hvað skipulagsmálin varðar tekur Þröstur undir að ábyrgð sveitarfélaga sé mikil. Horfa þurfi á stóru myndina og spyrja gagnrýnna spurninga. Ein af þeim sé hver ábyrgð sveitarfélaganna sé þegar kemur að baráttunni við loftslagsvánna. „Hvort er líklegra til að hafa neikvæð áhrif, að draga úr hamfarahlýnun með því að nýta land á ábyrgan hátt, eða halda óbreyttu ástandi?“ spyr Þröstur. Tjaldstæði í Hallormsstaðaskógi.Vísir/Vilhelm Fyrir utan uppbyggingu skógarauðlindar hafi skógrækt það hlutverk að græða rofið land og binda kolefni. Hið síðarnefnda sé mikilvægt í þeirri viðleitni að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Einnig jarðvegsvernd, varnir gegn öskufoki og öðrum náttúruvám, endurreisn búsvæða og vistkerfa, útivist og skjólmyndun.„Skógrækt hefur vissulega áhrif á ásýnd lands og lífríkið á þeim stöðum sem skógur er ræktaður, en alvarleika þeirra og mikilvægi ber að meta samanborið við mikilvægi ágóðans,“ segir Þröstur. „Þá þarf einnig að hafa í huga lögvarinn eignarrétt og athafnafrelsi landeigandans til að rækta skóg. Ætli stjórnvald að hamla ræktun skógar á einhvern hátt þurfa rökin fyrir því, í formi almannahagsmuna, að vera réttindum landeigenda og ágóðanum sem hlýst af skógrækt yfirsterkari.“ Skógræktendur reyni yfirleitt að forðast árekstra er varða náttúruvernd og því komi það sjaldnast til kasta sveitarstjórna að fást við þá. Skógrækt og landgræðsla Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska. 16. maí 2023 21:02 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Í umsögn Skógræktarinnar við erindi náttúruverndarsamtakanna VÍN, Vina íslenskrar náttúru, til sveitarfélaganna segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri undarlegt að halda því fram að endurheimt skóga á takmörkuðum landsvæðum skapi óyfirstíganleg vandamál. „Það er ljóst að ásýnd lands breytist við skógrækt, líkt og við aðrar breytingar á landnotkun. Hvort sú ásýnd sé betri eða verri er háð smekk hvers og eins,“ segir Þröstur í umsögninni. Eins og Vísir greindi frá fyrir viku sendi Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, bréf á öll sveitarfélög fyrir hönd VÍN þar sem þau eru hvött til að beita skipulagsvaldi sínu gegn of mikilli skógrækt. Sagði Sveinn að skógrækt myndi draga úr ferðamannastraumnum, einkum vegna erlendra og hávaxinna tegunda sem plantað hefði verið við náttúruperlur og byrgðu sín. Þá myndu stór og breið tré við vegi landsins skapa slysahættu fyrir ökumenn. Ferðamenn sækja í skóg Þröstur segir að sú fullyrðing að skógrækt muni draga úr komum ferðamanna hingað til lands standist ekki skoðun. Skógræktin reki tjaldsvæði í skógum landsins og þar hafi fjöldi ferðamanna aukist mikið á síðustu árum. Enn fremur sé aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem nýti sér skógana sem áningarstað. Þetta sjáist meðal annars í auknum fjölda fyrirspurna frá skipuleggjendum hópferða um aðstöðu í skógunum. „Þá má heldur ekki gleyma því að skógar landsins eru mikilvæg útivistarsvæði fyrir þá sem hér búa,“ segir Þröstur. „Ásókn gangandi, hlaupandi, hjólandi, skíðandi og ríðandi í skóga landsins er mikil, svo mikil að sums staðar hefur skapast núningur milli mismunandi hagsmunahópa.“ Tré veiti ökumönnum skjól Gerir Þröstur einnig athugasemd við þá fullyrðingu að skógrækt með fram þjóðvegum auki slysahættu. Hún sé órökstudd en það sé hins vegar rétt að kunnáttu þurfi til að skipuleggja ræktun trjáa með fram vegum svo hún nýtist. „Reynslan hérlendis hefur sýnt að vel staðsettir skógar eða skjólbelti draga úr vindhviðum á þjóðvegum landsins, auk þess að safna snjó réttum megin við veginn,“ segir Þröstur og bendir á að erlendar rannsóknir hafi sýnt að tré með fram vegum innan borgarmarka fækki slysum. Tekist er á um hvort hávaxin tré við þjóðvegi skapi slysahættu eða dragi úr henni.Vísir/Vilhelm „Leiða má líkur að því að með skipulögðum skógi með fram þjóðvegum og vel staðsettum bílastæðum þar sem hægt er að njóta útsýnis, megi draga úr þeirri hættu sem skapast er ökumenn ná ekki að halda fullri athygli við aksturinn vegna útsýnis,“ segir hann. Skógræktarfólk forðist árekstra Hvað skipulagsmálin varðar tekur Þröstur undir að ábyrgð sveitarfélaga sé mikil. Horfa þurfi á stóru myndina og spyrja gagnrýnna spurninga. Ein af þeim sé hver ábyrgð sveitarfélaganna sé þegar kemur að baráttunni við loftslagsvánna. „Hvort er líklegra til að hafa neikvæð áhrif, að draga úr hamfarahlýnun með því að nýta land á ábyrgan hátt, eða halda óbreyttu ástandi?“ spyr Þröstur. Tjaldstæði í Hallormsstaðaskógi.Vísir/Vilhelm Fyrir utan uppbyggingu skógarauðlindar hafi skógrækt það hlutverk að græða rofið land og binda kolefni. Hið síðarnefnda sé mikilvægt í þeirri viðleitni að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Einnig jarðvegsvernd, varnir gegn öskufoki og öðrum náttúruvám, endurreisn búsvæða og vistkerfa, útivist og skjólmyndun.„Skógrækt hefur vissulega áhrif á ásýnd lands og lífríkið á þeim stöðum sem skógur er ræktaður, en alvarleika þeirra og mikilvægi ber að meta samanborið við mikilvægi ágóðans,“ segir Þröstur. „Þá þarf einnig að hafa í huga lögvarinn eignarrétt og athafnafrelsi landeigandans til að rækta skóg. Ætli stjórnvald að hamla ræktun skógar á einhvern hátt þurfa rökin fyrir því, í formi almannahagsmuna, að vera réttindum landeigenda og ágóðanum sem hlýst af skógrækt yfirsterkari.“ Skógræktendur reyni yfirleitt að forðast árekstra er varða náttúruvernd og því komi það sjaldnast til kasta sveitarstjórna að fást við þá.
Skógrækt og landgræðsla Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska. 16. maí 2023 21:02 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska. 16. maí 2023 21:02