Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2023 11:01 „Ég á þetta, ég má þetta,“ hefur verið afstaða Donalds Trump til leyniskjala sem hann tók með sér þegar hann lét af embætti forseta með semingi árið 2021. AP/Evan Vucci Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59