Skoðun

Þegar Geiri fer í fríið

Sigurjón Þórðarson skrifar

Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna.

Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí.

Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann?

Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×