Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2023 21:42 Fyrri Boeing 777-vél Air Atlanta í Jeddah í Sadí-Arabíu í gær. Áætlað er að hún fari í fyrsta pílagrímaflugið fyrir Saudia-flugfélagið um helgina. Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03
Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25