Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 14:31 Lilja ætlar að reyna að koma böndum á umsvif auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. vísir/arnar Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira