Flutti austur á land vegna góða veðursins Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 17:09 Snædís Snorradóttir býr nú á Austurlandi en þar var sumarsól og blíða í dag. Instagram Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“ Veður Múlaþing Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“
Veður Múlaþing Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira