Snæfríður hafði fyrr í dag bætt eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 55,06 sekúndum og nældi sér um leið í silfurverðlaun í greininni.
Snæfríður og stöllur bættu svo um betur í 4x100 metra skriðsundi þegar íslenska sveitin kom fyrst í mark og nældi sér í gullverðlaun. Sveitina skipuðu ásamt Snæfríði Sól þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Vala Dís Cicero og Kristín Helga Hákonardóttir.
Þá unnu þau Eva Margrét Falsdóttir og Birnir Freyr Hálfdánarson bæði til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í dag. Eva Margrét synti á tímanum 2:21,74 og Birnir Freyr á 2:07.08.
Íslenska karlasveitin í 4x100 metra skriðsundi, skipuð þeim Símoni Elíasi Statkevicius, Guðmundi Leó Rafnssyni, Ými Sölvasyni og Birni Frey Hálfdánarsyni, vann til silfurverðlauna og Ylfa Lind Kristmannsdóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra baksundi.
Þá vann Kristín Helga Hákonardóttir til bronsverðlauna í 200 metra flugsundi þegar hún kom í mark á tímanum 2:25,72.