Sonur minn er þörungasérfræðingur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2023 15:00 „Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Stafræn þróun Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar