Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 22:52 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira