Ofurparið til Bayern og Glódís fær enn meiri samkeppni Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 15:00 Magdelena Eriksson og Pernille Harder hafa verið afskaplega sigursælar með Chelsea en halda nú til Þýskalands. Getty/Chloe Knott Þýski knattspyrnurisinn Bayern München tilkynnti í dag um mikinn liðsstyrk sem jafnframt mun auka enn samkeppnina fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur í liðinu, fari svo að hún haldi kyrru fyrir hjá Bayern í sumar. Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana. Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana.
Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00