Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn.
Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg.
Bayern Munich pre-season signings (so far):
— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023
Pernille Harder
Magdalena Eriksson
Sam Kerr
Katharina Naschenweng
Alara ehitler
The transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO
Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020.
Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
„Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana.