Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 1. júní 2023 12:00 Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Stella Samúelsdóttir Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar