Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júní 2023 07:02 Hjálmar Bogi Hafliðason segir sveitarstjórn ósátta við einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir um öryggisatriði að ræða. Vísir/Vilhelm, Egill Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann. Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann.
Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira