Hryllingssögur berast af lestarslysinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 23:48 Björgunaraðgerðum er lokið en margir leita enn ásvina sinna. AP „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum. Indland Samgönguslys Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum.
Indland Samgönguslys Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent