Árið 2018 var heildarfjöldi ávísaðra lyfja rúmlega 3,8 milljónir en í fyrra var fjöldinn orðinn nærri 4,6 milljónir. Þetta er uppsöfnuð fjölgun upp á 20,8 prósent.
Á sama tíma hefur Íslendingum aðeins fjölgað um 8 prósent, það er úr rúmlega 348 þúsund í rúmlega 376 þúsund.
Í skýrslu Lyfjastofnunar kemur fram að fjölgun lyfjaávísana hafi verið sérstaklega mikil árin 2021 og 2022, 6,8 prósent og 6,4 prósent en fram að því hafi fjölgunin verið undir 4 prósentum.
Öldruðum fjölgar
Greint er frá því að öldruðum Íslendingum hafi fjölgað hlutfallslega mun hraðar en yngra fólki. Í hópnum 65 ára og eldri er fjölgunin 15 prósent.
Gæti það skýrt fjölgunina að hluta, ásamt stóraukins ferðamannastraums og áhrifa covid faraldursins. Þá hefur verið greint frá aukinni notkun geðlyfja á Íslandi á undanförnum árum.