Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2023 13:00 Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti