„Krónan í dag er þekkt fyrir svo margt annað en bara að vera lágvöruverslun sem er ennþá okkar sterkasti kjarni,“ segir Daði. Hann segir mikilvægt að útlit Krónunnar þróist í takt við breyttar áherslur en merkið var uppfært í samstarfi við Brandenburg auglýsingastofuna.
„Þetta er útkoman. Nú erum við komin með stílhreinna útlit sem talar við nútímalegan blæ og útlit Krónunnar,“ segir Daði. Auk merkisins var útlit leturs og litapallettu uppfært, eins og sjá má á Medium síðu Brandenburgar.

Aðspurður segist Daði ekki hræðast hispurslausa gagnrýni netverja eins og skeði fyrir tæpum tveimur árum þegar Bónusgrísinn fékk yfirhalningu. „Ég fagna umræðunni og hlakka til að sjá hvað fólki finnst.“