Farin af landi eftir að hafa verið hótað endurkomubanni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 12:42 Stúlkan er fimmtán ára gömul. Hún er farin úr landi ásamt frænda sínum. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri, Elio Hasani, sem meinuð var landganga í vikunni og haldið í flugstöðinni, ásamt fimmtán ára frænku sinni, í um þrjátíu klukkutíma hefur nú yfirgefið landið sjálfur. Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira