„Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:31 Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landi, til að mynda Reykjavíkurmaraþonið í fyrra, en segist hafa gert byrjendamistök í Austurríki í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér,“ segir hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sem þrátt fyrir að ná 35. sæti á HM í utanvegahlaupum, í 45 kílómetra hlaupi, var hundóánægð með hvernig til tókst. Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“ Hlaup Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“
Hlaup Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira