Fernando Torres hámaði í sig súpu í Friðheimum Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 18:28 Tryggvi Örn ásamt sjálfum Fernando Torres. Aðsend Knattspyrnugoðsögnin Fernando Torres er á ferð um landið. Liverpoolmaður sem dýrkar hann og dáir hitti kappann í dag en beið með að nálgast hann þangað til hann var búinn að borða. Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn. Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira
Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn.
Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira