Hlín hóf leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi Kristianstad. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af þeim síðari fékk heimaliðið vítaspyrnu. Hún fór forgörðum og aðeins þremur mínútum síðar komst Kristianstad yfir.
Hlín gerði svo út um lekinn á 72. mínútu, lokatölur 0-2. Markið var einkar glæsilegt og má sjá það hér að neðan. Var þetta þriðja mark Hlínar í síðustu fjórum leikjum og hennar fimmta mark á tímabilinu. Þá hefur hún gefið fjórar stoðsendingar.
"Ibland lönar det sig att testa i straffområdet"
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) June 12, 2023
Eiriksdottir utökar för ledningen för @KDFF1998 pic.twitter.com/SkTvUOunuL
Amanda Andradóttir hóf leik á varamannabekk Kristianstad en kom inn á þegar 66 mínútur voru liðnar. Diljá Ýr Zomers byrjaði leikinn sömuleiðis á bekknum en spilaði síðustu 13 mínúturnar í liði Norrköping.
Sigurinn lyftir Kristanstad upp í 5. sæti með 23 stig, átta minna en topplið Häcken. Norrköping er í 11. sæti með 10 stig, fjórum fyrir ofan fallsæti.