Fagmennska Landsvirkjunar við eyðingu Íslenskrar náttúru Jón Árni Vignisson skrifar 13. júní 2023 07:01 Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun