Hefur nú heimsótt öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna: „Ólýsanleg tilfinning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júní 2023 07:00 Hanna Guðrún Halldórsdóttir heimsótti í síðustu viku Alaska ríkið í Bandaríkjunum og kláraði þar með markmið sem var að heimsækja öll ríki Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar. Mikill léttir að klára þetta „Tilfinningin var ólýsanleg. Ég kom út úr flugvélinni og tók alveg augnablik í dyragættinni áður en ég steig út á Alaska jörð og hugsaði bara: Vá hvað þetta er stórt. Ég var örugglega eins og einhver auli þarna standandi að eiga magnað móment. Þetta var ótrúlegt og þetta var líka svo mikill léttir, því þetta er búið að vera ansi langt verkefni,“ segir Hanna Guðrún og bætir við að með þessu markmiði hafi reglan verið sú að það var ekki nóg að stoppa bara á flugvelli eða keyra í gegn um ríkið. Það þurfti að upplifa eitthvað á hverjum stað og búa til alvöru minningar. Hanna Guðrún svífur hér yfir jöklum Alaska.Aðsend Aðspurð afhverju Alaska hafi verið síðast í röðinni svarar Hanna: „Yfirleitt þegar að við höfum verið að fara í þessar ferðir þá höfum við reynt að tengja saman nokkur fylki í hverri ferð. Alaska er svolítið eitt á báti, það er svolítið út fyrir allt. Svo var ég líka eiginlega minnst spennt fyrir því þar sem ég hélt að það væri svo líkt Íslandi. Maður er náttúrulega búinn að ferðast heilmikið hér heima og ég var smá hrædd um að þetta yrði endurtekið efni.“ Alaska kom henni þó heldur betur á óvart. „Alaska er ótrúlega einstakt ríki, í raun alls ekkert eins og Ísland. Þetta var alveg heill menningarheimur og umhverfið var mjög ólíkt að mörgu leyti. Svo fór ég í virkilega skemmtilega ferð með sjóflugvél (e. sea plane) þar sem við flugum yfir fimm mismunandi jökla og lentum svo í eldgömlum bæ þar sem við fengum klassíska Alaska máltíð. Eftir matinn fylgdumst við með litlum birni leika sér fyrir utan, horfðum yfir skriðjökul og þetta var svo ævintýralegt. Fólkið í Alaska var ótrúlega vinalegt og allir voru svo spenntir fyrir því að deila lífi sínu og sögu með manni. Ég fór í mjög stutta ferð þangað í þetta skiptið en mig langar 100% aftur til Alaska.“ Hanna Guðrún í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, með móður sinni, bróður og Abraham Lincoln.Aðsend Feðgina markmið Hugmyndin að því að heimsækja öll ríki Bandaríkjanna kviknaði fyrir löngu síðan hjá Hönnu og föður hennar. „Við pabbi erum alltaf að búa okkur til alls kyns markmið eins og þessi. Svo varð þetta meira að raunverulegu markmiði þegar ég flutti til Kaliforníu sautján ára gömul í nám og fjölskyldan mín flutti til Kanada. Foreldrar mínir voru alltaf mjög duglegir að ferðast með okkur systkinin um allt, mjög mikið um Evrópu þegar við vorum yngri og svo þegar við vorum öll komin til Norður-Ameríku þá settum við fókusinn þangað.“ Hanna Guðrún flutti fyrst til Los Angeles sautján ára gömul og hefur allar götur síðan verið með annan fótinn þar. Aðsend Fyrst um sinn var fjölskyldan alltaf að leita að skemmtilegum og nýjum stöðum til þess að hittast á miðri leið. „Þar hófst þetta af ákafa. Við fórum að skipuleggja ferðir þar sem við gátum heimsótt sem flest ríki í einu.“ Faðir Hönnu hefur ekki enn heimsótt öll ríkin en segir hún markmiðið alltaf hafa verið meira sett fyrir sig. „Ég hafði alltaf hugsað þetta sem fimmtíu ríki fyrir fimmtugt en svo þegar ég var að ræða það við pabba hafði hann hugsað þetta fyrir þrítugt,“ segir Hanna kímin. „Ég náði því ekki alveg en ég spýtti svolítið í lófana þegar ég komst að því og náði þessu 33 ára.“ Hér má sjá myndir frá Hönnu frá hverju einasta ríki sem hún hefur heimsótt, fimmtíu talsins!SAMSETT/SARA RUT Heimsóttu sem flestar kirkjur fyrir ferminguna Óhefðbundin markmið hafa sem áður segir alltaf verið hluti af lífi Hönnu. „Við pabbi höfum alltaf verið keppnisfólk með furðulega hluti. Þegar ég var til dæmis að fermast þá átti maður að fara í tíu messur yfir veturinn. Þá fékk pabbi hugmyndina að við myndum reyna að fá stimpla frá sem flestum kirkjum og upplifa mismunandi messur. Það er alltaf eitthvað svona að fara á sem flesta staði og safna alls konar í minningarbankann. Pabbi er líka mikill áhugamaður um sögu þannig að við erum með svona hliðarmarkmið að fara á öll forsetasöfnin úti. Það er safn um hvern einasta forseta Bandaríkjanna og þau eru ótrúlega áhugaverð, af því að maður kynnist svo mikið sögunni líka frá hverjum tímabili sem hver forseti sat.“ Fjölskyldan saman í Norður Karólínu. Aðsend Hópar út fyrir hefðbundið samfélag áhugaverðastir Hanna segir erfitt að svara hvaða ríki sé í uppáhaldi hjá sér. „Mér finnst hvert og eitt einasta ríki hafa skemmtilega sérstöðu. Svo er ótrúlega margt sem hefur komið mér á óvart, til dæmis hvað náttúran er falleg í Kentucky. Ég á ekkert eitt uppáhalds ríki en ég á margar sérstakar minningar sem eru kannski eftirminnilegri en aðrar.“ Hanna segist hafa gríðarlegan áhuga á fólki og hópum sem búa út fyrir það sem mætti kalla hefðbundið samfélag. „Mér fannst til dæmis mjög spennandi að skoða hvernig Amish fólkið býr í Pensilvaníu, aðeins að kynnast kommnúnum Menóníta og heyra sögur frá frumbyggjum landsins. Eitt af því allra skemmtilegasta var svo þegar ég fór í Shakers Village sem er gömul kommúna Shaker trúarflokksins í Kentucky. Þau bjuggu í fjölskyldueiningum og lifðu við skírlífi þannig að þau fjölguðu sér ekki innbyrðis en ættleiddu börn og bjuggu í svona eins og kommúnum. Fólki var úthlutað fjölskylda og svo varstu partur af þeirri fjölskyldu.“ Hanna í siglingu í Kentucky.Aðsend Svæðið var að sögn Hönnu eins og smábær og þar er nú staðsett hótel. „Það var ótrúlega áhugavert að sjá þetta og sjá arkítektúrinn þeirra. Þau voru eiginlega ekki með húsgögn á gólfinu en voru með hanka og hengdu allt upp, borð og skápa og svona, og svo var hægt að færa það til. Þetta var allt saman mjög öðruvísi og það var gaman að kynnast öðruvísi fjölskyldumynstrum en maður er vanur.“ Navajo ættbálkurinn og Buffaló umferðarteppa Minningarnar af ferðalögum Hönnu eru endalausar og rifjar hún meðal annars upp eftirminnilegt atvik með frumbyggja í helli. „Það var ótrúlega ævintýralegt að heimsækja Monument Valley. Það er á landi frumbyggja og þar er regla að þú mátt ekkert vera sjálfur að fara um landið, þú þarft að vera í fylgd einhvers úr ættbálknum ef þú ætlar að skoða eitthvað. Við fórum með einni ungri stelpu úr ættbálknum að stað sem heitir Teardrop Arch. Við löbbuðum með henni og hún sagði okkur frá umhverfinu, svo fór hún með okkur inn í hellinn og spurði hvort hún ætti að syngja fyrir okkur þjóðsöng Bandaríkjana á Navajo, sem var algjörlega magnað og eftirminnilegt.“ Hanna skellir sér í brú á landamærum Kolóradó, Nýju Mexíkó, Arisóna og Utah. Aðsend Dakota var sömuleiðis merkileg heimsókn hjá Hönnu. „Við lentum þar í umferðarteppu í marga klukkutíma vegna þess að vegurinn fylltist af stórum Buffalóum. Sögurnar eru endalausar og maður hefur lent í alveg ótrúlega mörgu áhugaverðu.“ Fjölskyldan við hið sögulega Rushmore fjall í Suður Dakóta.Aðsend Ómetanlegt að vera búin Hanna segir ómetanlegt að hafa lokið þessu stóra verkefni en Bandaríkin eru stór hluti af hennar tilveru. „Á meðan að ég var á fullu að klára þetta varð ég Bandarískur ríkisborgari og mér finnst líka ótrúlega mikilvægt sem slíkur að átta mig á því að ég er hluti af stærri sögu. Mér finnst ég þurfa að kynna mér sögu þjóðarinnar sem ég er núna orðin partur af og læra meira. Stór partur af sögu Bandaríkjanna er ekki fallegur og það er mikilvægt að kynna sér það og vera meðvitaður, svo að maður geti verið partur af lausninni en ekki vandamálinu. Sögur margra þjóða geta verið mjög myrkar en það eru enn í dag mjög erfiðir hlutir að gerast úti, því er svo mikilvægt að vera meðvitaður um hvað er að gerast.“ Hanna ung að aldri með móður sinni og bróður í Disney World í Flórída ríki.Aðsend Hún segir ferðalög sín einnig mjög lærdómsrík. „Það er svo mikið af fólki í Bandaríkjunum sem kemur alls staðar að, frá öllum heimshlutum. Þannig að þegar maður ferðast í gegnum Bandaríkin er maður líka að einhverju leyti að ferðast í gegnum heiminn, því það er svo mikið af mismunandi litlum svæðum þar sem fólk frá mismunandi menningarheimum hefur komið sér fyrir og búið til sitt líf.“ Mögulega yngsti Íslendingurinn Hanna segist sjálf ekki vita um neinn annan Íslending sem hefur heimsótt öll ríkin. „Ég er aðeins búin að vera að spyrjast fyrir og ég er að vona að ég sé í það minnsta yngsti Íslendingurinn sem hefur gert þetta. Yngsti Bandaríkjamaðurinn sem hefur heimsótt öll fylkin var sko fimm mánaða, það var einhver sem tók fæðingarorlofið bara í þetta. Þannig að ef ég ætla að eignast barn og ná að toppa það þarf ég bara að bruna beint af fæðingardeildinni upp á flugvöll,“ segir Hanna hlæjandi. Hanna í ríkinu Maryland.Aðsend Þó að Hanna hafi alltaf nóg fyrir stafni segist hún ætla að taka sér örlitla pásu frá markmiðunum núna, þó að það vari að öllum líkindum í stuttan tíma að hennar sögn. „Á tímapunkti var ég orðin extra lífshrædd því ég hafði svo miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki klárað þetta. Ég var næstum því búin að skrifa í erfðaskrána mína: „Ef ég dey áður en að ég næ að fara til Alaska þá verðið þið að senda öskuna mína til Alaska.“ Því ég gat bara ekki verið svona nálægt þessu og ekki klárað þetta. Ég ætlaði ekki að vera bara búin að fara í 49 ríki. Svo hlakka ég líka til að fara í US terretoríurnar og maður þarf auðvitað að klára forsetasöfnin með pabba.“ Hanna mætt í bæinn Hanna í Oklahóma ríki í Bandaríkjunum.Aðsend Þá er hún með markmið í vinnslu hérlendis. „Á Íslandi er markmiðið svo sett á sundlaugarnar, að heimsækja hverja einustu og ég er búin að skrá mig í það inni á sundlaugar.com. Ég held að ég sé búin með helminginn núna en það er eiginlega viðameira verkefni að klára allar sundlaugar Íslands en öll ríkin í Bandaríkjunum, sundlaugarnar eru töluvert fleiri og svo eru alltaf að bætast við fleiri laugar svo að þetta verður líklega eilífðar verkefni hjá mér,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég má heldur ekki gleyma því að mig langar að heimsækja alla bæi sem heita Hanna, ég er búin að heimsækja tvo nú þegar, í Oklahoma og Indiana. Einn í Kanada líka sem ég veit af og einhverjir í Evrópu. Ég þarf að finna þá alla. Þannig að það er nóg fyrir stafni.“ Hanna hér í bænum Hanna í Indíana ríki, en markmiðið er að heimsækja alla staði sem heita Hanna.Aðsend Hún stefnir á að eyða sumrinu á Íslandi með fjölskyldu og vinum. „Ég hlakka til að njóta þess að vera hér, ferðast um Ísland og skoða sem flesta staði hér. Ísland er allt svo fallegt en mér þykir ótrúlega vænt um jörð sem er í eigu fjölskyldunnar á Ströndum á Vestfjörðum. Þar bjuggu forfeður mínir og það er svo ósnert svæði. Mér finnst virkilega gaman að vera þar í algjörri ró,“ segir þessi ævintýrakona að lokum. Ferðalög Bandaríkin Sund Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Mikill léttir að klára þetta „Tilfinningin var ólýsanleg. Ég kom út úr flugvélinni og tók alveg augnablik í dyragættinni áður en ég steig út á Alaska jörð og hugsaði bara: Vá hvað þetta er stórt. Ég var örugglega eins og einhver auli þarna standandi að eiga magnað móment. Þetta var ótrúlegt og þetta var líka svo mikill léttir, því þetta er búið að vera ansi langt verkefni,“ segir Hanna Guðrún og bætir við að með þessu markmiði hafi reglan verið sú að það var ekki nóg að stoppa bara á flugvelli eða keyra í gegn um ríkið. Það þurfti að upplifa eitthvað á hverjum stað og búa til alvöru minningar. Hanna Guðrún svífur hér yfir jöklum Alaska.Aðsend Aðspurð afhverju Alaska hafi verið síðast í röðinni svarar Hanna: „Yfirleitt þegar að við höfum verið að fara í þessar ferðir þá höfum við reynt að tengja saman nokkur fylki í hverri ferð. Alaska er svolítið eitt á báti, það er svolítið út fyrir allt. Svo var ég líka eiginlega minnst spennt fyrir því þar sem ég hélt að það væri svo líkt Íslandi. Maður er náttúrulega búinn að ferðast heilmikið hér heima og ég var smá hrædd um að þetta yrði endurtekið efni.“ Alaska kom henni þó heldur betur á óvart. „Alaska er ótrúlega einstakt ríki, í raun alls ekkert eins og Ísland. Þetta var alveg heill menningarheimur og umhverfið var mjög ólíkt að mörgu leyti. Svo fór ég í virkilega skemmtilega ferð með sjóflugvél (e. sea plane) þar sem við flugum yfir fimm mismunandi jökla og lentum svo í eldgömlum bæ þar sem við fengum klassíska Alaska máltíð. Eftir matinn fylgdumst við með litlum birni leika sér fyrir utan, horfðum yfir skriðjökul og þetta var svo ævintýralegt. Fólkið í Alaska var ótrúlega vinalegt og allir voru svo spenntir fyrir því að deila lífi sínu og sögu með manni. Ég fór í mjög stutta ferð þangað í þetta skiptið en mig langar 100% aftur til Alaska.“ Hanna Guðrún í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, með móður sinni, bróður og Abraham Lincoln.Aðsend Feðgina markmið Hugmyndin að því að heimsækja öll ríki Bandaríkjanna kviknaði fyrir löngu síðan hjá Hönnu og föður hennar. „Við pabbi erum alltaf að búa okkur til alls kyns markmið eins og þessi. Svo varð þetta meira að raunverulegu markmiði þegar ég flutti til Kaliforníu sautján ára gömul í nám og fjölskyldan mín flutti til Kanada. Foreldrar mínir voru alltaf mjög duglegir að ferðast með okkur systkinin um allt, mjög mikið um Evrópu þegar við vorum yngri og svo þegar við vorum öll komin til Norður-Ameríku þá settum við fókusinn þangað.“ Hanna Guðrún flutti fyrst til Los Angeles sautján ára gömul og hefur allar götur síðan verið með annan fótinn þar. Aðsend Fyrst um sinn var fjölskyldan alltaf að leita að skemmtilegum og nýjum stöðum til þess að hittast á miðri leið. „Þar hófst þetta af ákafa. Við fórum að skipuleggja ferðir þar sem við gátum heimsótt sem flest ríki í einu.“ Faðir Hönnu hefur ekki enn heimsótt öll ríkin en segir hún markmiðið alltaf hafa verið meira sett fyrir sig. „Ég hafði alltaf hugsað þetta sem fimmtíu ríki fyrir fimmtugt en svo þegar ég var að ræða það við pabba hafði hann hugsað þetta fyrir þrítugt,“ segir Hanna kímin. „Ég náði því ekki alveg en ég spýtti svolítið í lófana þegar ég komst að því og náði þessu 33 ára.“ Hér má sjá myndir frá Hönnu frá hverju einasta ríki sem hún hefur heimsótt, fimmtíu talsins!SAMSETT/SARA RUT Heimsóttu sem flestar kirkjur fyrir ferminguna Óhefðbundin markmið hafa sem áður segir alltaf verið hluti af lífi Hönnu. „Við pabbi höfum alltaf verið keppnisfólk með furðulega hluti. Þegar ég var til dæmis að fermast þá átti maður að fara í tíu messur yfir veturinn. Þá fékk pabbi hugmyndina að við myndum reyna að fá stimpla frá sem flestum kirkjum og upplifa mismunandi messur. Það er alltaf eitthvað svona að fara á sem flesta staði og safna alls konar í minningarbankann. Pabbi er líka mikill áhugamaður um sögu þannig að við erum með svona hliðarmarkmið að fara á öll forsetasöfnin úti. Það er safn um hvern einasta forseta Bandaríkjanna og þau eru ótrúlega áhugaverð, af því að maður kynnist svo mikið sögunni líka frá hverjum tímabili sem hver forseti sat.“ Fjölskyldan saman í Norður Karólínu. Aðsend Hópar út fyrir hefðbundið samfélag áhugaverðastir Hanna segir erfitt að svara hvaða ríki sé í uppáhaldi hjá sér. „Mér finnst hvert og eitt einasta ríki hafa skemmtilega sérstöðu. Svo er ótrúlega margt sem hefur komið mér á óvart, til dæmis hvað náttúran er falleg í Kentucky. Ég á ekkert eitt uppáhalds ríki en ég á margar sérstakar minningar sem eru kannski eftirminnilegri en aðrar.“ Hanna segist hafa gríðarlegan áhuga á fólki og hópum sem búa út fyrir það sem mætti kalla hefðbundið samfélag. „Mér fannst til dæmis mjög spennandi að skoða hvernig Amish fólkið býr í Pensilvaníu, aðeins að kynnast kommnúnum Menóníta og heyra sögur frá frumbyggjum landsins. Eitt af því allra skemmtilegasta var svo þegar ég fór í Shakers Village sem er gömul kommúna Shaker trúarflokksins í Kentucky. Þau bjuggu í fjölskyldueiningum og lifðu við skírlífi þannig að þau fjölguðu sér ekki innbyrðis en ættleiddu börn og bjuggu í svona eins og kommúnum. Fólki var úthlutað fjölskylda og svo varstu partur af þeirri fjölskyldu.“ Hanna í siglingu í Kentucky.Aðsend Svæðið var að sögn Hönnu eins og smábær og þar er nú staðsett hótel. „Það var ótrúlega áhugavert að sjá þetta og sjá arkítektúrinn þeirra. Þau voru eiginlega ekki með húsgögn á gólfinu en voru með hanka og hengdu allt upp, borð og skápa og svona, og svo var hægt að færa það til. Þetta var allt saman mjög öðruvísi og það var gaman að kynnast öðruvísi fjölskyldumynstrum en maður er vanur.“ Navajo ættbálkurinn og Buffaló umferðarteppa Minningarnar af ferðalögum Hönnu eru endalausar og rifjar hún meðal annars upp eftirminnilegt atvik með frumbyggja í helli. „Það var ótrúlega ævintýralegt að heimsækja Monument Valley. Það er á landi frumbyggja og þar er regla að þú mátt ekkert vera sjálfur að fara um landið, þú þarft að vera í fylgd einhvers úr ættbálknum ef þú ætlar að skoða eitthvað. Við fórum með einni ungri stelpu úr ættbálknum að stað sem heitir Teardrop Arch. Við löbbuðum með henni og hún sagði okkur frá umhverfinu, svo fór hún með okkur inn í hellinn og spurði hvort hún ætti að syngja fyrir okkur þjóðsöng Bandaríkjana á Navajo, sem var algjörlega magnað og eftirminnilegt.“ Hanna skellir sér í brú á landamærum Kolóradó, Nýju Mexíkó, Arisóna og Utah. Aðsend Dakota var sömuleiðis merkileg heimsókn hjá Hönnu. „Við lentum þar í umferðarteppu í marga klukkutíma vegna þess að vegurinn fylltist af stórum Buffalóum. Sögurnar eru endalausar og maður hefur lent í alveg ótrúlega mörgu áhugaverðu.“ Fjölskyldan við hið sögulega Rushmore fjall í Suður Dakóta.Aðsend Ómetanlegt að vera búin Hanna segir ómetanlegt að hafa lokið þessu stóra verkefni en Bandaríkin eru stór hluti af hennar tilveru. „Á meðan að ég var á fullu að klára þetta varð ég Bandarískur ríkisborgari og mér finnst líka ótrúlega mikilvægt sem slíkur að átta mig á því að ég er hluti af stærri sögu. Mér finnst ég þurfa að kynna mér sögu þjóðarinnar sem ég er núna orðin partur af og læra meira. Stór partur af sögu Bandaríkjanna er ekki fallegur og það er mikilvægt að kynna sér það og vera meðvitaður, svo að maður geti verið partur af lausninni en ekki vandamálinu. Sögur margra þjóða geta verið mjög myrkar en það eru enn í dag mjög erfiðir hlutir að gerast úti, því er svo mikilvægt að vera meðvitaður um hvað er að gerast.“ Hanna ung að aldri með móður sinni og bróður í Disney World í Flórída ríki.Aðsend Hún segir ferðalög sín einnig mjög lærdómsrík. „Það er svo mikið af fólki í Bandaríkjunum sem kemur alls staðar að, frá öllum heimshlutum. Þannig að þegar maður ferðast í gegnum Bandaríkin er maður líka að einhverju leyti að ferðast í gegnum heiminn, því það er svo mikið af mismunandi litlum svæðum þar sem fólk frá mismunandi menningarheimum hefur komið sér fyrir og búið til sitt líf.“ Mögulega yngsti Íslendingurinn Hanna segist sjálf ekki vita um neinn annan Íslending sem hefur heimsótt öll ríkin. „Ég er aðeins búin að vera að spyrjast fyrir og ég er að vona að ég sé í það minnsta yngsti Íslendingurinn sem hefur gert þetta. Yngsti Bandaríkjamaðurinn sem hefur heimsótt öll fylkin var sko fimm mánaða, það var einhver sem tók fæðingarorlofið bara í þetta. Þannig að ef ég ætla að eignast barn og ná að toppa það þarf ég bara að bruna beint af fæðingardeildinni upp á flugvöll,“ segir Hanna hlæjandi. Hanna í ríkinu Maryland.Aðsend Þó að Hanna hafi alltaf nóg fyrir stafni segist hún ætla að taka sér örlitla pásu frá markmiðunum núna, þó að það vari að öllum líkindum í stuttan tíma að hennar sögn. „Á tímapunkti var ég orðin extra lífshrædd því ég hafði svo miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki klárað þetta. Ég var næstum því búin að skrifa í erfðaskrána mína: „Ef ég dey áður en að ég næ að fara til Alaska þá verðið þið að senda öskuna mína til Alaska.“ Því ég gat bara ekki verið svona nálægt þessu og ekki klárað þetta. Ég ætlaði ekki að vera bara búin að fara í 49 ríki. Svo hlakka ég líka til að fara í US terretoríurnar og maður þarf auðvitað að klára forsetasöfnin með pabba.“ Hanna mætt í bæinn Hanna í Oklahóma ríki í Bandaríkjunum.Aðsend Þá er hún með markmið í vinnslu hérlendis. „Á Íslandi er markmiðið svo sett á sundlaugarnar, að heimsækja hverja einustu og ég er búin að skrá mig í það inni á sundlaugar.com. Ég held að ég sé búin með helminginn núna en það er eiginlega viðameira verkefni að klára allar sundlaugar Íslands en öll ríkin í Bandaríkjunum, sundlaugarnar eru töluvert fleiri og svo eru alltaf að bætast við fleiri laugar svo að þetta verður líklega eilífðar verkefni hjá mér,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég má heldur ekki gleyma því að mig langar að heimsækja alla bæi sem heita Hanna, ég er búin að heimsækja tvo nú þegar, í Oklahoma og Indiana. Einn í Kanada líka sem ég veit af og einhverjir í Evrópu. Ég þarf að finna þá alla. Þannig að það er nóg fyrir stafni.“ Hanna hér í bænum Hanna í Indíana ríki, en markmiðið er að heimsækja alla staði sem heita Hanna.Aðsend Hún stefnir á að eyða sumrinu á Íslandi með fjölskyldu og vinum. „Ég hlakka til að njóta þess að vera hér, ferðast um Ísland og skoða sem flesta staði hér. Ísland er allt svo fallegt en mér þykir ótrúlega vænt um jörð sem er í eigu fjölskyldunnar á Ströndum á Vestfjörðum. Þar bjuggu forfeður mínir og það er svo ósnert svæði. Mér finnst virkilega gaman að vera þar í algjörri ró,“ segir þessi ævintýrakona að lokum.
Ferðalög Bandaríkin Sund Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira