Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 14:42 Framkvæmdastjóri Hreyfils leggur ekki sama skilning í ný lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp. Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp.
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira